30 daga skilaréttur

Starfsfólk Lindex kynnir byltingakennda nýjung í undirfatnaði

Lindex hjálpar við að finna rétta tegund og stærð brjóstahaldara með byltingakenndum hætti en í vor leitaði Lindex í raðir starfsmanna sinna að fyrirsætum  til þess að sýna og kynna byltingakennda undirfatalínu, Bravolution. Áhuginn var mikill og 45 konur fóru í prufur í Stokkhólmi þar sem 5 fyrirsætur voru valdar í einstaka myndatöku í Spring Studios í London.

 

“Í fyrstu voru stelpurnar svolítið feimnar en um leið og þær voru komnar fyrir framan myndavélina duttu þær í gírinn og létu ljós sitt skína. Þær líta allar stórkostlega út; myndirnar tala sínu máli! Allar 5 stelpurnar líta betur út en við hefðum getað ímyndað okkur!” segir  Mooks Hanifiah, CD á Wednesday auglýsingastofunni.

 

“Margar konur eiga erfitt með að finna brjóstahaldara sem passar þeim fullkomlega.  Með þessari byltingakenndu aðferð sem við erum að kynna verður það mun auðveldara, fljótlegra og þægilegra fyrir viðskiptavininn að velja sér brjóstahaldara.“ segir Inger Lundqvist, Hönnunar- og innkaupastjóri í undirfatadeild Lindex.

 

Prófið - finndu þína einstaka tegund hér:

http://www.lindex.com/eu/lingerie/bra/bra-guide/find-your-fit/

Prófið hjálpar þér að finna þína einstaka tegund út frá því hversu mikla fyllingu þú óskar auk þess hversu mikið brjóstahaldarinn þekur.

 

Reiknivél - Finndu rétta stærð:

http://www.lindex.com/eu/lingerie/bra/bra-guide/fit-guide/

Hvernig áttu að finna réttu stærðina:

Þú þarft málband og brjóstahaldara með eins lítilli fyllingu og mögulegt er.

  1. Mældu ummál svæðisins undir brjóstunum
  2. Skálastærð: mældu lengsta ummál utan um brjóstin
  3. Skráðu þessar tvær mælingar í meðfylgjandi reiknivél.

 

Nýja undirfatalínan er nú komin í Lindex í Smáralind!