Frí heimsending fyrir pantanir yfir 10.000

Samfélagsleg ábyrgð

Samfélagsleg ábyrgð

Skýrsla Lindex um samfélagslega ábyrgð 2023 - Smelltu á myndina til að hlaða niður
Skýrsla Lindex um samfélagslega ábyrgð 2021 - Smelltu á myndina til að hlaða niður

Staðreyndirnar

We make fashion feel good

Á síðasta ári kynnti Lindex nýja stefnumótun þar sem metnaður er lagður í að vera umhverfisvænast, ábyrgast og það fyrirtæki sem þú treystir best í tískuiðnaðinum. Fyrirtækið tekur skrefið enn lengra en aðrir og stígur fram sem brautryðjandi þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð. Með því að sýna frumkvæði, gagnsæi og gefa gott fordæmi til jákvæðra áhrifa er markmiðið að  skapa merkjanleg áhrif á samfélagið í samvinnu við birgja, samstarfsfélaga og viðskiptavini.

Lindex tekur ábyrgð á því hvernig varan er framleidd og áhrifum framleiðslunnar á fólk og umhverfið. Samfélagsleg ábyrgð er Lindex mjög hugleikinn og vinnur fyrirtækið markvisst að því að láta gott af sér leiða bæði í nær- og fjærumhverfi. Lindex er t.a.m. einn stærsti styrktaaðili bleiku slaufunnar í Svíþjóð og síðan 2003 hefur fyrirtækið með hjálp viðskiptavina sinna safnað 10,3 miljónum evra til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Árið 2015 hóf Lindex einnig samstarf með WaterAid samtökunum í gegnum sölu á vörum úr Newborn línunni og á síðustu árum hefur fyrirtækið einnig unnið með fjölmörgum góðgerðasamtökum eins og  Every mother counts, The Liya Kebede stofuninni og PLN international –because I am a girl 2000.

Árið 2015 var fyrirtækið útnefnt sem einn af 10 stærstu notendum á vottaðri lífrænni bómull í heiminum skv. skýrslu Textile Exchange.  Sama ár vann Lindex fyrstu verðlaun Habit fyrir umhverfisvæna framleiðsluhætti með SWAR verkefninu ásamt samstarfsaðilum úr greininni.  Við það að settum marmkmiðum verður náð árið 2020 mun 80% af framleiðslu fyrirtækisins vera með umhverfisvænum hætti.

Umhyggja fyrir því fólki sem framleiðir vöruna er eitt af því sem Lindex leggur hvað mesta áherslu og nú hefur 12.000 konum í Bangladesh verið veitt menntun í hreinlæti og heilbrigði frá árinu 2012 en það er um helmingur allra kvenna sem vinna í verksmiðjum framleiðenda fyrirtækisins í Bangladesh. Code of Conduct eru samtök sem Lindex er hluti af en með því eru settar strangar kröfur um vinnuaðstæður og aðbúnað starfsfólks og eftirlit með þeim mjög markvisst líkt og kemur fram í skýrslu fyrirtækisins sem má nálgast hér að ofan. 

Lindex á Íslandi hefur einnig látið samfélagslega ábyrgð sig varða og átt mikið og gott samstarf með Unicef , Rauða Krossinum, Krabbameinsfélagi Íslands og Sumarbúðunum í Reykjadal. Auk þess hefur fyrirtækið gefið veglega styrki til Gefðu Líf, Götusmiðjunnar, Sjúkrahúsins á Akureyri, Hjálparstarf Kirkjunnar og fjölmargra íþróttafélaga.  Sérstakur starfsmannasjóður er starfræktur sem fyrirtækið gefur mánaðarlega í og starfsmenn fá sjálfir að úthluta úr og gefa styrkinn til góðra málefna.

Helstu verkefni sem Lindex á Íslandi hefur unnið að:

  • Unicef 10 milljónir til uppbyggingar menntastarfs í Burkina Fasó.
  • Unicef 1 milljón króna til stuðning neyðaraðstoðar fyrir börn á Filipseyjum
  • Unicef söfnun í tengslum við Moomin línu 1,1 milljón. Kr styrkur
  • Unicef kostun á degi rauða nefsins 2014
  • Krabbameinsfélagið tæpl. 5 milljónir til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini.
  • Reykjadalur 1 milljón til uppbygginar sumarbúða fyrir fötluð börn
  • Sala á sönnum gjöfum Unicef
  • Gefðu Líf 700 þús króna styrkur til uppbyggingar fæðingardeild Landspítalans
  • Götusmiðjan 500 þús króna styrkur
  • Fæðingardeild sjúkrahússins á Akureyri milljón króna styrkur