Skilmálar
Skilmálar lindex.is
- Almennt
Aðgangur og notkun Lindex netverslunarinnar á lindex.is (netverslun) er háð eftirfarandi skilmálum. Ef þú ferð á vefsíðuna, skoðar eða leggur fram pöntun samþykkir þú þessa skilmála.
Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega þar sem þeir innihalda mikilvægar upplýsingar. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við Lindex á Íslandi, s 591-9096, netverslun@lindex.is.
Þessi vefsíða er í eigu og rekin af LDX19 ehf., umboðsaðila Lindex á Íslandi, kt. 420511-0270, Mávanesi 8, 210 Garðabæ. VSK númer er 108660.
Lindex á Íslandi áskilur sér rétt til að breyta, fjarlægja eða bæta við vefsíðuna og skilmála þessa án sérstakra tilkynninga. Skilmálarnir sem eru í gildi þegar pöntun er gerð, gilda um viðkomandi pöntun, með öllum þeim breytingum og viðaukum sem kunna að hafa verið gerðir á þeim. Skilmálarnir skulu vera í samræmi við landslög Íslands ,tilskipanir og reglur Evrópska Efnahagssvæðisins eftir því sem við á.
Þessi vefsíða kann einnig að tengjast öðrum vefsíðum sem eru ekki reknar af Lindex á Íslandi. Lindex á Íslandi hefur ekki stjórn á þeim síðum og tekur ekki ábyrgð á þeim né þeim skaða eða tjóni sem gæti orðið við notkun þeirra.
- Persónuvernd
Vinsamlegast lestu skilmála okkar um persónuvernd hér.
- Kaupskilmálar
Lindex samþykkir aðeins pantanir sem gerðar eru af vefsíðu fyrirtækisins. Ekki er hægt að taka á móti pöntunum í síma, tölvupóst eða með bréfapósti. Þjónusta á Facebook síðu Lindex á Íslandi er háð þeim skilyrðum sem fram koma hér á eftir.
Til að leggja fram pöntun á vefsvæðinu verður þú að vera 16 ára, búsett/ur á Íslandi og/eða með íslenskt heimilisfang. Þú gefur upp afhendingar- og tengiliðsupplýsingar (eins og tölvupóstfang og farsímanúmer). Þetta má gera annaðhvort á innkaupahluta síðunnar eða með því að skrá þig á „Mínar síður“ á vefsíðunni.
Vörur sem eru settar í innkaupakörfuna eru ekki fráteknar fyrr en pöntunin er staðfest af Lindex með pöntunarstaðfestingu sem er send á netfangið þitt.
- Samningur og staðfesting á pöntun
Þegar pöntun er afgreidd á vefsíðunni er kominn á bindandi samningur um kaup eftir að Lindex hefur staðfest pöntunina í tölvupóstfangið sem þú gafst upp. (Pöntunarstaðfesting). Pöntunarstaðfestingin er send á netfangið þitt þegar Lindex hefur skráð pöntunina og fengið greiðslu. Pantanir skráðar á föstudögum, laugardögum, sunnudögum og öðrum helgidögum verða staðfestar eigi síðar en næsta virka dag kl. 18:00.
- Verðlagning og gjaldmiðill
Verð eru sýnt í íslenskum krónum (ISK) á vefsíðunni og er með vsk . Verð getur breyst og tilboð má afturkalla hvenær sem er.
Uppgefið verð við pöntun gildir um allt kaupferlið.
- Afsláttar- og kynningarkóðar
Lindex getur tímabundið boðið kynningarverð og afslátt, með eða án kynningarkóða
Afslættir með kóða eru almennt eingöngu gildir einu sinni og þegar kóðinn er notaður verður hann óvirkur og því ekki lengur gildur.
Ekki er hægt að bæta við afslætti í pöntun eftir að hún er staðfest. Þess vegna þarf að tryggja að allar upplýsingar um slíkt séu skráðar áður en pöntun er staðfest og greidd. Lindex tekur ekki ábyrgð á kynningum sem birtar eru á vefsíðum þriðja aðila.
Lindex áskilur sér rétt til að afturkalla afslátt, kynningarverð eða kynningarkóða hvenær sem er.
Kynningarafslættir, aðrir afslættir eða kynningarkóðar í prentuðu eða stafrænu formi (t.d. í fréttabréfi Lindex) gilda ekki með öðrum tilboðum nema annað sé skýrt tekið fram. Lindex áskilur sér því rétt til að ógilda pöntun viðskiptavinarins ef misnotkun af herferðum eða kynningum verður vart
- Greiðsla
Lindex vefverslun samþykkir eftirfarandi greiðslumáta fyrir pantanir:
Kredit- / debetkort
Þegar greiðsla er framkvæmd með kredit- eða debetkorti (VISA, Mastercard, Maestro eða American Express) er greiðslan skuldfærð þegar í stað og heimild fæst.
Allar greiðslur sem eru gerðar með kredit- eða debetkorti eru gerðar með öruggum greiðsluþjónustuveitanda (PSP) sem notar SSL (Secure Sockets Layer) í dulkóðuðu formi sem veitir viðskiptavinum öryggi í samræmi við alþjóðlega öryggisstaðal PCI DSS .
Allir kredit- og debetkortakorthafar gangast undir skilmála kortaútgefanda. Ef útgefandi tiltekins kredit- eða debetkorts neitar að heimila greiðslu til Lindex, berast þér skilaboð þar sem fram kemur að greiðsluna sé ekki hægt að framkvæma. Lindex ber ekki ábyrgð á töfum eða synjun á því að vara sé afhent sé það rakið til synjunar á korti eða heimild.
Suma staðbundna kredit- / debetkortaútgefendur, t.d. DanCard (Danmörk) Carte Bleue (Frakkland), er einnig hægt að nota til að greiða pöntunina en Borgun hf. er færsluhirðir Lindex.is og vísast til reglna þeirra um færsluhirðingu að öðru leyti.
Millifærsla
Lindex býður upp á að lagt sé inn á reikning okkar.
Reikningsnúmer 0370-26-420527, kt. 420511-0270.
Þegar greiðsla hefur verið innt af hendi og staðfesting send á netfangið netverslun@lindex.is verður staðfestingarpóstur sendur til þín og þar með eru viðskiptin staðfest.
Netgíró
Hægt er að greiða með Netgíró í netverslun Lindex. Þegar greiðsla hefur verið innt af hendi og staðfesting borist Lindex verður staðfestingarpóstur sendur til þín og þar með eru viðskiptin staðfest.
- Afhending
Lindex afgreiðir pantanir eins fljótt og auðið er.
Þegar pöntun er send frá vörugeymslu okkar færð þú senda staðfestingu með upplýsingum um hvernig á að fylgjast með sendingunni. Athugaðu að rekjanleiki er aðeins mögulegur á pöntunum sem sendar eru með Póstinum.
Ef afhendingu seinkar verulega eða í meira en 20 daga hefur þú heimild til að hætta við kaupin. Í slíku tilviki biðjum við þig hafa samband við þjónustudeild Lindex, thjonusta@lindex.is.
- Skilaréttur
Skilafrestur er 30 dagar frá þeim degi sem pöntunin barst til þín.
Vinsamlega taktu ekki burt hreinlætisbandið ef þú mátar baðfatnað
Ekki er hægt að skila eða skipta nærbuxum og eyrnalokkum
Hvernig á að skila vöru:
Þú getur hætt við pöntunina þína innan 14 daga frá móttöku pöntunar. Endilega sendu okkur póst á netverslun@lindex.is.
Staðlað uppsagnaeyðublað er að finna hér.
Skil á vörum með pósti.
Vinsamlegast sendu vörurnar sem þú vilt skila ásamt fylgiseðlinum (sem fylgdi pöntuninni) til Lindex innan 30 daga frá þeim degi sem þú fékkst vörurnar á eftirfarandi heimilisfang:
Netverslun Lindex á Íslandi
Skeiðarás 8
210 Garðabæ
Ísland
Við mælum með að vörurnar séu sendar með Póstinum og þú geymir sönnunargögn um afhendingu og sendingarnúmer þar til kaupverð hefur verið endurgreitt.
Samkvæmt lögum ber þér að gæta þess að varan sé í lagi á meðan hún er í þinni vörslu og berð ábyrgð á skemmdum meðan á flutningi stendur.
- Endurgreiðslur
Ef hætt er við pöntun innan 14 daga frá móttöku vörunnar fæst full endurgreiðsla.
Lindex endurgreiðir einnig sendingarkostnað nema að viðskiptavinur hafi valið dýrari afhendingarmáta en ódýrasta afendingarmáta í boði.
Ef vörur, sem hætt hefur verið við, eru sendar til baka með pósti greiðir viðskiptavinur sendingu. Alltaf er hægt að skila vörum í verslanir Lindex án viðbótarkostnaðar.
Lindex mun endurgreiða þér eins fljótt og auðið er.
Við munum endurgreiða með sama greiðslumáta og þú notaðir við upphafleg viðskipti, nema þú hafir samið sérstaklega um það með öðrum hætti. Enginn aukakostnaður leggst á endurgreiðsluna vegna skila eða ef hætt er við af hálfu Lindex.
- Tilkynning um galla
Við skoðum vandlega hverja sendingu fyrir afhendingu til þín. Ef vörurnar eru samt sem áður rangar, skemmdar eða gallaðar við komu til þín, skal Lindex ráða bót á gallanum án endurgjalds með því að skipta um slíkar vörur með nýjum vörum, án aukakostnaðar.
Ef um er að ræða rangar, skemmdar eða gallaðar vörur, ertu vinsamlegast beðin(n) um að hafa samband við þjónustudeild Lindex, netverslun@lindex.is, sími 591-9096.
Tilkynning á gallaðri vöru verður að vera innan 2 eða 5 ára frá móttöku vöru samanber 2. mgr. 27. gr. laga um neytendakaup nr. 48/2003
- Ábyrgð
Lindex áskilur sér rétt til að falla frá afhendingu pöntunarinnar ef skýr og augljós verðvilla birtist á vefsíðunni (t.d. verð vörunnar virðist vera of hátt eða of lágt eða ef verð er gefið upp sem 0 kr.). Í slíku tilviki skal Lindex tilkynna þér strax um villuna og leiðrétta verð.
Vörurnar sem seldar eru á lindex.is eru eingöngu ætlaðir til einkanota. Þú samþykkir að nota ekki vörurnar í viðskiptalegum tilgangi eða til endursölu og tökum ekki ábyrgð á tapi, hagnaði, truflun fyrirtækja eða missi viðskiptatækifæra. Óheimilt er að afrita, hlaða niður, geyma, senda eða annað af svipuðum toga sem tengist texta og myndum sem birtar eru á lindex.is í neinum tilgangi án skriflegs leyfis Lindex á Íslandi. Lindex á Íslandi er ekki ábyrgt fyrir neinum skekkjum í texta eða myndum. Lindex ber enga ábyrgð á neinum töfum sem verða á afhendingu pantana vegna utanaðkomandi atburða , þ.mt en ekki takmarkað við stríð, flóð, eldsvoða, vinnudeilur, verkföll, uppþot, óeirðir , opinberar aðgerðir eða aðra svipaða atburði.
Lindex leitast við að lýsa nákvæmlega vörum og myndum á lindex.is en það gætu verið minniháttar litabreytingar á milli mynda og raunverulegra vara vegna fjölda þátta eins og vafra sem er notaður eða litaskjástillinga. Lindex er ekki ábyrgt fyrir mismunandi litum vegna fyrrnefndra þátta.
Lindex á rétt á að trufla/stöðva notkun lindex.is hvenær sem er, t.d. vegna viðhaldsaðgerða.
- Breytingar á skilmálum.
Ef við ákveðum að breyta eða uppfæra skilmála okkar verður dagsetningu hér að neðan breytt.
Allar tilvísanir til Lindex , Lindex á Íslandi vísa til Umboðsaðila Lindex á Íslandi sem á og reka lindex.is.
Skilmálum var síðast breytt 08.11.2024
Úrskurðaraðili vegna ágreinings á sviði neytendamála er kærunefnd vöru- og þjónustukaupa - Borgartúni 21 - www.kvth.is