Ókeypis sending ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira

Algengar spurningar

Algengar spurningar á lindex.is

Hvernig eru skilareglur Lindex?
Lindex býður viðskiptavinum sínum 30 daga skilarétt og 14 daga endurgreiðslu gegn framvísun kassakvittunar. Vörur þurfa að vera ónotaðar og í upprunnalegu ástandi við skil. Allir verðmiðar og pakkningar sem fylgja vörum þurfa einnig að vera í upprunnalegu ástandi.

Nærbuxum, sundbuxum, eyrnalokkum og snyrtivörum fæst hvorki skipt né skilað nema innsigli.

Ekki er hægt að skila né skipta útsöluvörum.

Hvað gilda inneignarnótur lengi?
Inneignarnótur sem Lindex gefur út gilda í 3 ár frá útgáfudegi.
Lindex ber ekki ábyrgð á inneignarnótum sem týnast eða skemmast.

Er hægt að kaupa gjafabréf hjá ykkur?
Við seljum gjafabréf sem gilda í öllum verslunum Lindex á Íslandi. Gjafabréf gilda í 3 ár frá útgáfudegi.

Er hægt að nýta gjafabréfin þegar pantað er á netinu?
Það er ekki hægt að nýta gjafabréf sem keypt eru í verslunum á netinu en hægt er að versla sérstök netgjafabréf á forsíðu lindex.is sem gilda aðeins í netverslun Lindex.

 

Upplýsingar um MORE vildarklúbb Lindex.

Hvernig safna ég vildarpunktum?
Vildarpunktar reiknast af öllum vörukaupum án afsláttar í verslunum Lindex á Íslandi þegar þú sýnir vildarkortið við afgreiðslu.  Þú færð einn punkt fyrir hverja krónu sem þú verslar.

Hvernig get ég notað vildarpunkta?
Einu sinni í mánuði breytum við punktum í inneign. Þegar þú hefur náð 10.000 punktum þá færð þú 250 kr inneign inn á vildarkortið. Ef þú hefur ekki náð 10.000 punktum þá færast þeir yfir á næsta mánuð.

Þeir sem versla fyrir 80.000 kr á ári eða meira geta einnig fengið auka inneign, allt að 5% af upphæð heildarvörukaupa hvers árs. Ef þú verslar fyrir 80.000 kr færðu 2% í inneign á vildarkortið (1.600 kr), ef þú verslar fyrir 120.000 kr færð þú 3% inneign (3.600 kr) osfrv., allt að 200.000 kr sem gefur þér 5% inneign (10.000 kr)

Er hægt að skrá kaup á vildarkort eftir á?
Nei, af tæknilegum orsökum er það ekki hægt. Það er því afar mikilvægt að þú munir að skrá vildarkortið þitt.

Er hægt að nota vildarkort þegar pantað er á netinu?
Af tæknilegum orsökum er ekki hægt að nýta inneign á vildarkortum þegar pantað er á netinu.

Ef þú vilt að kaupin séu skráð á vildarkortið þitt þá getur þú óskað eftir því í athugasemd í pöntunarferlinu ásamt að taka fram kennitölu eða númer á vildarkortinu.

Hversu lengi gilda punktar
Vildarpunktar gilda í 24 mánuði eftir að kaupin fóru fram.

Hversu lengi gildir inneign
Inneign á vildarkorti gildir í 6 mánuði.

Hvernig skrái ég mig af SMS- og tölvupóstlista?
Sendu okkur póst á more@ldx.is eða hringdu í síma 591-9095

Frekari upplýsingar um vildarklúbbinn er að finna hér: www.ldx.is/vildarkort