Gefðu það áfram

Láttu uppáhalds flíkurnar fá framhaldslíf. Við viljum gera hlutina aðeins hagkvæmari og þess vegna er Lindex Second Hand nú orðið að veruleika. Hér tökum við á móti notuðum fötum barnanna og leyfum þeim að eignast nýja vini. Takk fyrir að vilja vera með í því að skapa sjálfbærari framtíð. Saman lokum við hringnum.
Þér sem MORE meðlim er velkomið að koma með:
Lindex útifatnað barna í stærðum 50–170, þveginn og í góðu ástandi. Einfaldlega eins og þú myndir sjálf/sjálfur vilja kaupa hann. Flíkurnar mega ekki vera eldri en 3 ára.
Útifatnaður | Stærð | MORE punktar | Gildi inneignar |
---|---|---|---|
Almennt | 50-86 | 30.000 | 750 kr. |
Almennt | 82-128 | 60.000 | 1.500 kr. |
Almennt FIX | 86-128 | 90.000 | 2.250 kr. |
Buxur | Stærð | MORE punktar | Gildi inneignar |
---|---|---|---|
Útibuxur ófóðraðar | 86-128 | 30.000 | 750 kr. |
Skíðabuxur FIX | 92-170 | 60.000 | 1.500 kr. |
Skíðabuxur Wallride | 92-170 | 60.000 | 1.500 kr. |
Útifatnaður | Stærð | MORE punktar | Gildi inneignar |
---|---|---|---|
Jakkar | 74-170 | 30.000 | 750 kr. |
Vind- eða skíðajakki FIX | 92-170 | 60.000 | 1.500 kr. |
Vind- eða skíðajakki Wallride | 92-170 | 60.000 | 1.500 kr. |
Regnfatnaður - fóðraður og ófóðraður | Stærð | MORE punktar | Gildi inneignar |
---|---|---|---|
Regnjakki | 80-170 | 30.000 | 750 kr. |
Regnbuxur | 80-170 | 30.000 | 750 kr. |
Athugaðu að ekki er hægt að skipta punktum í peninga.

Flíkurnar mega vera merktar fyrri eiganda.

Merkimiðinn í flíkinni verður að vera læsilegur svo við getum ákvarðað aldur flíkarinnar.

Gakktu úr skugga um að endurskinsmerki séu heil og ekki dottin af.

Athugaðu vel fóður og stroff til að ganga úr skugga um að það sé ekki of slitið.

Athugaðu sérstaklega vel ermarnar, franska rennilása, hnappa, skálmar og hné svo að það sé ekki of slitið.

Það mega ekki vera saumsprettur eða göt.
Við tökum við Lindex barnaútifatnaði sem er í góðu ásigkomulagi. Hann má ekki vera eldra en 3 ára.
Hver flík er metin út frá ástandi hennar og aldri.
Við flokkum flíkurnar eftir árstíðum og munum selja þær í völdum Lindex verslunum.
Vegna þess að við trúum á sjálfbærari framtíð. Flíkurnar okkar eiga skilið lengra líf og við viljum gefa fleiri börnum tækifæri til að leika sér í þeim.
Notuð barnaútiföt í góðu ástandi verða til sölu í völdum verslunum Lindex.