Ókeypis sending ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira

Röð langt niður Laugaveginn við opnun Lindex -10% andvirði sölu dagsins gengur til Leiðarljós styrktarfélags

Röð niður Laugaveginn við opnun Lindex
 
Í dag myndaðist röð niður Laugaveginn þegar fyrsta verslun Lindex í miðbæ Reykjavíkur þar sem heildarvörulína Lindex undirfatnaðar og snyrtivörum er gerð skil opnaði með pompi og prakt nú rétt í þessu.
Verslunin er staðsett við hlið Ítalíu veitingastaðar, á Laugavegi 7 í hjarta miðbæjarins.
"Við erum ótrúlega ánægð hvernig til hefur tekist með uppbyggingu verslunarinnar en rúmar tvær vikur hafa farið í framkvæmdir sem fyrir okkur er nýtt met.  Við erum full tilhlökkunar að bjóða okkar tískuupplifun í miðbæ Reykjavíkur," - segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.
"Þetta er án nokkurs vafa einstakt að geta frumsýnt nýja innréttingahönnun í hjarta miðborgarinnar í dag.  Móttökurnar eru framar okkar björtustu vonum!", segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Lindex á Íslandi.
Verslunin er einstök því þetta er sú eina býður upp á undirfatnað í umhverfi sem á sér ekki hliðstæðu þar sem um 130 fm. verða tileinkaðir þessu mikilvæga sviði Lindex auk þess sem hin vinsæla snyrtivörulína verður í boði ásamt aukahlutum.
Í fyrsta sinn er frumsýnt nýtt útlit Lindex verslana á Íslandi en fyrirtækið hefur áður hlotið verðlaun fyrir hönnunina á verslunum sínum.  Útlitið sem lítur dagsins ljós hér á landi kom fyrst fram þegar fyrirtækið opnaði í London fyrir tæpum tveimur árum síðan.
10% af andvirði sölu dagsins gengur til Leiðarljóss - styrktarfélag langveikra barna 
stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma (www.leidarljos.is)
DJ Anna Rakel sér um tónlistina og fleiri skemmtilegar uppákomur munu einkenna daginn.