Ókeypis sending ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira

More at Lindex, vildar- og greiðslukort sem stuðla að sjálfbærri framtíð

Í tilefni þess að í dag eru 5 ár liðin frá því að Lindex opnaði á Íslandi kynnir fyrirtækið nýjung fyrir viðskiptavini sína, vildar-og fríðindaklúbbinn More at Lindex.  Hluti af fríðindunum sem kortið veitir er að í fyrsta sinn geta viðskiptavinir Lindex skilað notuðum Lindex fatnaði og fengið inneign í staðinn.  Verkefnið er ætlað að hvetja til endurnýtingar og er unnið í samvinnu við Rauða kross Íslands.

Sem meðlimir í klúbbnum munu viðskiptavinir, til viðbótar við það sem að ofan greinir, njóta fjölmargra fríðinda en þeir safna punktum í hvert sinn sem þeir versla. Fréttabréf, frábær tilboð og boð á viðburði er hluti af þeim fríðindum sem meðlimir öðlast við inngöngu í klúbbinn.

 „Við viljum að okkar tryggustu viðskiptavinir njóti alls hins besta sem við höfum uppá að bjóða,“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.  Við erum gríðarlega spennt fyrir að geta loksins kynnt þessa nýjung en í lok hvers mánaðar myndast inneign inná Vildarkortinu og mun punktastaðan ákvarða hversu há hún verður“  Klúbbmeðlimir geta einnig sótt um sérstakt Lindex greiðslukort þeim að kostnaðarlausu þar sem þeir fá vaxtalaust lán í allt að 50 daga.

Lindex og Rauði Krossinn í samstarfi til að stuðla að sjálfbærri framtíð

Auk þeirra fjölmörgu fríðinda sem klúbbmeðlimir More at Lindex munu njóta er að nú munu þeir eiga möguleika á að skila inn notuðum fatnaði til endurnýtingar í allar verslanir og fá inneign í staðinn. Endurvinnsla er hluti af því langtímamarkmiði fyrirtækisins að skapa sjálfbæra framtíð og “loka hringnum” ef þannig má að orði komast. Verkefnið er unnið í samstarfi við Rauða kross Íslands.

„Við viljum vera  meðvituð um umhverfið og við trúum því að við getum endurnýtt fatnaðinn á besta mögulega máta með hjálp viðskipavina okkar,“ segir Lóa.

Flíkurnar munu öðlast nýtt líf í verslunum Rauða krossins og/eða verða endurunnar þar sem þær verða nýttar á ný í framleiðslu á nýjum vörum.

„Með því að gefa fatnað til endurnýtingar eða endursölu er stuðlað að fullnýtingu fatnaðar sem er jákvætt skref í átt að umhverfisvænna samfélagi. “Samstarfið við Lindex gerir fólki auðveldara að endurnýta fatnað og leggja sitt af mörkum til mannúðarstarfs en hvetur einnig önnur fyrirtæki til samfélagslegrar ábyrgðar,“segir Hildur Björk Hilmarsdóttir sviðsstjóri hjá Rauða kross Íslands.