Ókeypis sending ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira

Lindex viðurkennt fyrir starf sitt í þágu kynjajafnrétti og heilbrigði kvenna - gerir samkomulag við alþjóðlegu UN hreyfinguna

Þann 11. júlí sl. tók Lindex þátt í “Fjölskyldulífsráðstefnunni 2017” og miðlaði starfi sínu í þágu þess að bæta líf kvenna í framleiðslukeðjum tískuiðnaðarins. Lindex skuldbatt sig einnig til þess að bæta heilbrigði kvenna og styrkja hreyfinguna ‘Every Woman Every Child’ sem var stofnuð var af fyrrv. ritara UN General Ban Ki-moon.

Á fjölskyldulífsráðstefnunni 2017 komu Sameinuði þjóðirnar saman, ríkisstjórnir, stofnanir og fyrirtæki í einkageiranum saman að því starfi að styðja við réttindi og aðgengi kvenna í fátækustu löndum heims að heilbrigðisþjónustu. 

Á ráðstefnunni kynnti Lindex vinnu sína í framleiðslukeðjunni í þágu kynjajafnréttis og heilbrigði kvenna með verkefnum eins og‘HERproject’ og ‘WE Women by Lindex’. Það síðarnefnda stefnir að því að samþætta jafnrétti kynjanna inní skipurit framleiðslukeðjunnar til þess að breyta stjórnunar- og leiðtogastíl í textíliðnaðinum í Bangaldesh svo konur verði betur upplýstar um rétt sinn og möguleika til þess að setjast í stjórnunarstöður. Lindex gerði einnig samkomulag við UN hreyfinguna Every Woman Every Child, sem er í samræmi við markmið fyrirtækisins að bæta líf kvenna í alþjóðlegu framleiðslukeðjunni.

Elisabeth Hedberg kom fram á ráðstefnunni:  The Power of Private Sector Networks to Reach More Women and Expand Access to Family Planning.

“Konur eru svo stór hluti af allri okkar starfsemi hjá Lindex og við leggjum mikla áherslu á jafnrétti kynjanna og heilbrigði kvenna.Við trúum því að samstarf sé lykillinn að því að skipta sköpum og við erum mjög stolt af því að taka þátt í þessari mikilvægu ráðstefnu”, segir Elisabeth Hedberg framleiðslustjóri hjá Lindex.

Fjölskylduráðstefnan var haldin af UK Secretary of State for International Development, the United Nations Population Fund (UNFPA)  og Bill & Melinda Gates sjóðinum. Vinnan sem þar fór fram er hluti af sjálfbærni markmiðunum 2030. Það er vitað að einkageirinn spilar stórt hlutverk í þessu sambandi og samvinna er nauðsynleg til þess að umbreyta lífi kvenna og stuðla að heilbrigði og betri framtíð fyrir alla. Að fjárfesta í heilbrigði kvenna og auknum réttindum þeirra stuðlar að því að ungar stúlkur og konur eru líklegri til að mennta sig betur, líða betur í starfi og ná markmiðum sínum.

Þú getur lesið meira um HER-project hér.

Lestu meira um WE Women by Lindex hér