Frí heimsending fyrir pantanir yfir 10.000

Lindex opnar netverslun á lindex.is í haust

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja netverslun á slóðinni lindex.is í haust. Boðið verður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði.  Vörurnar munu verða afhendar beint úr nýju vöruhúsi félagsins sem mun tryggja að afhendingartími verður með stysta móti.  Verslunin opnar haustið 2017.
Verslunin, sem opnuð verður í haust, mun gera viðskiptavinum um land allt mögulegt að njóta vöruúrvals úr öllum deildum Lindex með sem stysta mögulega afhendingartima.  Með nýju 1.000 fm. vöruhúsi sem opnað var í vor er þessi breyting gerð möguleg nú og mun fjölga verulega þeim sem daglega aðgang hafa að vöruúrvali Lindex.
„Við erum að innleiða netverslun á öllum okkar stöðum og leggjum mikla vinnu í það og einurð. Við erum full tilhlökkunar að geta boðið okkar hagkvæmu tískuvörur í netverslun sem er á heimatungumálinu og gefa upp verð í heimagjaldmiðlinum.“ segir Ingvar Larsson, forstjóri Lindex.
Lindex leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir því hvernig varan er framleidd þ.e. umhverfinu og manneskjunni sem framleiðir vöruna sem endurspeglast í stöðugt auknu framboði vara framleiddum úr lífrænni bómull. Fyrirtækið hefur einsett sér að 80% af framleiðslunnar verði framleidd með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti fyrir árið 2020 auk þess sem 100% af bómull fyrirtækisins verður framleidd með sjálfbærum hætti fyrir þann tíma.
”Við erum mjög ánægð með þetta skref og teljum að það felist í því mikil tækifæri með ört vaxandi netverslun Íslendinga.  Sett í samhengi við okkar mikla fjölda verslana um land allt mun þetta án nokkurs vafa verða frábær viðbót við flóru verslana okkar.  Við munum afhenda vörurnar beint frá vöruhúsinu okkar sem gerir vöruúrvalið og afhendingartíma með besta móti.”, segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.
Lindex rekur nú 5 verslanir á Íslandi-í Smáralind, tvær verslanir í Kringlunni, Glerártorgi á Akureyri og undirfataverslun á Laugavegi 7 auk þess sem verslun í Krossmóa-Reykjanesbæ opnar 12. ágúst.
Þess ber að geta að skv. nýjustu upplýsingum um netverslun Íslendinga er aukning netverslunar milli ára um fjórðungur og Íslendingar sækjast í auknum mæli eftir innlendum netverslunum í stað erlendra netverslana kv. Árbók Rannsóknaseturs Verslunarinnar.
Nokkrar lykilstaðreyndir um Lindex:
Lindex býður upp á kventískufatnað, nærfatnað og barnafatnað auk snyrtivara
Lindex starfrækir um 480 verslanir í 16 löndum og verslanir á netinu í öllum ESB löndum
Hjá fyrirtækinu starfa um 5.000 manns-um 100 manns á Íslandi
Aðalskrifstofur Lindex eru í Gautaborg i Svíþjóð
Lindex tilheyrir Stockmann Group sem er aðili að finnsku kauphöllinni 
Lindex á Íslandi styður baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum og Krabbameinsfélag Íslands