Ókeypis sending ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira

Lindex opnar kl. 11:00 í dag, laugardag

Í dag opnar Lindex fyrstu sænsku tískuvöruverslunina á Íslandi í Smáralind.  Verslunin er rekin gegnum umboðssamning af Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon.

 

Sænska tískufatakeðjan Lindex opnar nýja 450 fermetra verslun í Smáralind í nóvember nk. Lindex býður konum upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga. Þessi opnun er hluti af alþjóðlegri stækkun fyrirtækisins en Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með yfir 430 verslanir í 14 löndum.

 

-Að opna nú verslun á Íslandi er spennandi hluti af okkar stækkunaráformum og gefur okkar viðskiptavinum tækifæri til að upplifa tískuupplifun á heimsmælikvarða.  Lindex tísku hefur verið tekið mjög vel meðal okkar viðskiptavina á okkar nýju mörkuðum, sem gefur okkur tækifæri til að halda áfram að vaxa, segir Göran Bille, forstjóri Lindex.

 

Verslunin býður hagkvæman tískufatnað sem telur kvenfatnað, kvennærfatnað og barnafatnað.  Verslunin stendur í miðri Smáralind og er innréttuð með nýjast verslunarútliti Lindex, sú eina sinnar tegundar.

 

Lindex er verðlaunað fyrir útlit sinna verslana en nýja útlitið dregur fram skandínavískan bakgrunn í innréttingum, meðal annars í gegnum náttúrulegt efnisval og samspili milli ólíkra forma og mynstra.  Í barnadeildinn skapast dýnamísk upplifun í gegnum sterka liti og mynstur.

Áhuginn hefur verið mikil fyrir þessa.  Það má sjá á facebook síðu Lindex Iceland þar sem yfir 17.000 manns fylgjast með þróuninni. 

 

-Móttökurnar hafa verið hreint út sagt frábærar.  Lindex síðan hefur farið frá því að vera mjög vel sótt til þess að verða ein sú stærsta hér á landi.  Vinir okkar eru að megninu til konur eða um 97% þeirra sem okkur fylgja en það jafngildir að um 20% okkar markhóps fylgir okkur í gegnum síðuna segir Albert Þór Magnússon & Lóa Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi