Lindex kynnir ‘WE Women by Lindex til að stuðla að jafnrétti kynjanna í framleiðslukeðjunni
Nú í sumar kynnti Lindex We women by Lindex til þess að grípa til aðgerða og stuðla að jafnrétti kynjanna í framleiðslukeðjunni og skapa betri vinnuaðstæður. Verkefnið er hluti af markmiðum fyrirtækisins til að bæta líf þeirra kvenna sem vinna við framleiðslu á vörum okkar. Í þessu verkefni samþættum við jafnrétti kynjanna inní skipurit framleiðslukeðjunnar til þess að breyta gömlum viðhorfum til stjórnunar- og leiðtogastíls í verksmiðjunum svo konur verði betur upplýstar um rétt sinn og möguleika til þess að setjast í stjórnunarstöður.
Konur eru svo stór hluti af starfsemi okkar hjá Lindex, meirihluti þeirra sem búa til fötin okkar eru konur og við höfum skuldbundið okkur því að bæta líf þeirra. Í mörg ár höfum við unnið að því að leiða áfram breytingar á framleiðslukeðjunni með þáttöku og þjálfun starfsmanna. Nú mun aðkoma okkar vera frá báðum endum þar sem við vinnum að því að breyta forystu- og stjórnunarstíl í verksmiðjunum með tilliti til jafnréttismála.
WE Women by Lindex er þriggja ára þróunarverkefni sem er unnið í samstarfi með GIZ , BSR og frjáls félagasamtök sveitarfélaga á þeim stað sem framleiðslan fer fram á. Verkefnið mun til að byrja með ná til 33 af framleiðendum okkar í Bangladesh. Verkefnið nær einnig til 10 framleiðanda sem Lindex á ekki í viðskiptum við til þess að kynna hugmyndafræðina fyrir iðnaðinum í Bangladesh. Alls nær verkefnið til 82000 starfsmanna þar sem yfir helmingur er konur. Marmiðið er að stækka verkefnið svo í framtíðinni nái það til allra framleiðanda okkar.
Um BSR: BSR eru alþjóðleg samtök sem ekki eru rekinn í hagnaðarskyni (non-profit) og þróa sjálfbærar stefnur í viðskiptum og lausnir í gegnum ráðgjöf, rannsóknir og samstarfsverkefni. BSR er stofnandi HERproject, samstarfsverkefni sem vinnur að því að efla konur með lág laun sem starfa í alþjóðlegum framleiðslukeðjum.
Um GIZ: The Deutsche Gesellschaft für Internationale Zusammenarbeit (GIZ) GmbH er sambandsfyrirtæki með starfsstöðvar um allan heim á sviði sjálfbærar þróunnar. Þróunarsamvinnan er framkvæmd af GIZ fyrir hönd þýska viðskiptaráðuneytisins til þess að auka efnahagssamstarf og þróun (BMZ).