Lindex kynnir sjálfbæra tískulínu-Affordable Luxury

Lindex vinnur með sjálfbærni að leiðarljósi í tískulínu sinni. Sem liður í því hefur verið ákveðið að nýja línan, Affordable Luxury sé eingöngu gerð úr endurnýjanlegum efnum. Línan sem kynnt er í dag í verslun Lindex, Smáralind sameinar tísku og sjálfbærni á jákvæðan og hvetjandi hátt.

“Í Affordable Luxury línunni höfum við valið litrík form. Sterkir litir og blanda af grafískum mynstrum eru hluti þeirra vorstrauma sem eru einmitt þeir réttu fyrir Affordable Luxury línuna. Fatnaðurinn og litirnir í línunni eiga við borgarlífið jafnt sem á heitum sumarleyfiskvöldum.”-segir Lea Rytz Goldman, Hönnunar- og innkaupastjóri hjá Lindex.

Í þessari línu hefur einungis verið valið að vinna með endurunnin efni eins og tencel og endurunnið polyester sem hafa minni skaðleg áhrif á umhverfið og er liður í aukinni sjálfbærni í tísku. Þar að auki hefur Lindex kynnt nýja síðu, lindex.com/csr þar sem hægt er að lesa meira um vinnu og markmið Lindex að sjálfbærni og endurnýtingu. Þess má geta að í fyrra keyptu viðskiptavinir Lindex yfir 5 milljónir flíkna framleiddum úr endurnýjanlegum efnum.

“Með tilkomu nýju vefsíðunnar er meira gegnsæi í vinnu okkar að sjálfbærni í rekstrinum. Við bjóðum okkar viðskiptavinum uppá meira en bara fatnað framleiddan úr lífrænni bómull heldur sjálfbærni í tísku þar sem við leitumst við að taka meiri ábyrgð á öllum liðum keðjunnar, frá trefjunum sem notaðar eru til framleiðslunnar til þess hvað gerist þegar viðskiptavinir okkar ákveða að losa sig við flíkurnar”- segir Sara Winroth, Umhverfisstjóri og umsjónaraðili um samfélagslega ábyrgð hjá Lindex.

Ewa Larsson, hönnuðurinn bakvið Affordable Luxury, lýsir línunni sem einfaldri og fágaðri með smá “edge”. Efnin hafa fallegt útlit og litaspjaldið samsett úr fjólubláu og appelsínugulu ásamt drapplitaðum sandi, gulli og svörtum litum. Í línunni eru kjólar, bæði stuttir og síðir, túnikur, prjónaðir toppar, hlýrabolir og buxur. Línan er fáanleg í dag í útvöldum verslunum Lindex, þ.á.m. Lindex í Smáralind.