Lindex gerir það auðveldara að finna réttu buxurnar

Með nýrri hugmyndafræði ‘Pants Solution’, verður það auðveldara en nokkru sinni fyrr fyrir Lindex viðskiptavini að finna sitt uppáhaldsbuxnasnið.

“Við vitum að margar konur eiga erfitt með finna rétta buxnasniðið og því viljum við breyta. Með þessari nýju hugmyndafræði verður auðveldara fyrir viðskiptavini okkar að kaupa buxur”, segir Malin Lindgren, hönnuður og innkaupastjóri hjá Lindex. 

Fyrir 3 árum síðan kynnti Lindex Bravolution sem hefur auðveldað mörg þúsund konum að finna rétta brjóstahaldarann. Nú notar Lindex sömu hugmyndafræði fyrir buxurnar sínar og kynnir nokkur  mismunandi snið með kvenmanssnöfnum. Þegar viðskiptavinurinn hefur fundið sínar uppáhaldsbuxur verður auðveldara að finna þær í nýjum útgáfum án þess að þurfa að máta.

“Segjum sem svo að þú hafir mátað nokkrar gerðir og fundið út að Nomi sé þitt uppáhald. Þá veistu að allar buxur með þessu nafni passa alveg eins vel, óháð hvort hönnunin sé önnur eða efnið. Þetta einfaldar það að versla bæði á netinu og inní búðinni”, segir Malin Lindgren.

Nea, Iris og Nomi er 3 af þeim týpum sem viðskiptavinir Lindex munu sjá og fleiri eru nú þegar fáanlegar í verslunum okkar og enn fleiri eiga eftir að koma. Í haust verða 15 mismunandi gerðir af buxum þ.m.t. gallabuxum.

 Buxnatýpur - Versla buxur

 

Gallabuxnatýpur - Versla gallabuxur

 

Hér má skoða allar buxnatýpurnar (á ensku)