Hittu starfsfólkið

Lindex  er alþjóðlegt tískufyrirtæki og starfsmenn okkar hafa mikla möguleika á að vaxa með okkur og takast á við ný verkefni í heimi tískunnar.  Hjarta fyrirtækisins slær í verslunum okkar sem eru yfir 480 í 16 löndum, Skandinavíu, Baltnesku löndunum, Mið-Evrópu og Mið-Austurlöndum.

Það er í verslunum okkar sem hjartað slær og ALLT er að gerast!  Þú getur unnið sem sölumaður, deildarstjóri, útstillingarstjóri, verslunarstjóri eða aðstoðarverslunarstjóri. Þú getur einnig unnið með okkur á skrifstofunni eða í vöruhúsinu þar sem við tökum á móti vörum í hverri viku. Höfuðstöðvar Lindex eru í Gautaborg í Svíþjóð þar sem um 500 manns vinna við innkaup, hönnun, markaðsstörf, alþjóðleg samskipti, fjármál og fleira

Fatnaðurinn okkar er unninn í Kína, Hong Kong, Bangladesh, Indlandi, Tyrklandi, Myanmar og Pakistan.

Stuðningslið Lindex fylgist með rekstri og framsetningu vörumerkisins frá alþjóðlegum skrifstofum sem eru staðsettar í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi,  Lettlandi og Tékklandi.

Milli verslananna og alþjóðlegu landsskrifstofanna eru einnig svæðisskrifstofur. Þar hittir þú margt af okkar hæfasta og metnarfyllsta starfsfólki og færð betri mynd af þeim fjölbreyttu störfum sem eru í boði og hvernig það er að vinna með okkur í Lindex.