30 daga skilaréttur

Gildi Lindex

A. FYRIRTÆKJAMENNING LINDEX

Við trúum því að það sé menning okkar sem geri okkur einstök. Sigrarnir hvetja okkur áfram við sköpun skilvirkrar skipulagsheildar sem miði að stöðugum framförum og breytingum sem eru mikilvægar fyrir Lindex.


B. SÝN OKKAR
World-class fashion experience.

Tíska er skemmtileg
Sem liðsheild leggjum við kapp á að skapa framúrskarandi upplifun fyrir viðskiptavini okkar.
  • Virkjum hvert annað og okkur sjálf til góðra verka
  • Vinnum að stöðugum framförum 
  • Tökum upplýstar viðskiptaákvarðanir
  • Sýnum sjálfbærni í verki
  • Gerum allt eins einfalt og hægt er
  • …alltaf með ástríðu og eldmóð

Gildin okkar vísa veginn í öllu sem við gerum, hvernig við högum okkur gagnvart hvert öðru og í ákvörðunum sem við tökum.

Gildin eru grunnurinn sem við byggjum árangur okkar á , þar ert þú hvattur/hvött til að eiga frumkvæði og taka ákvarðanir upp á eigin spýtur. Það er engin nákvæm forskrift til af því hvað þú átt að gera. Við trúum á getu þína til að forgangsraða rétt og taka ákvarðanir sem byggja á gildum okkar.

Það er áskorun að vinna hjá Lindex, spennandi og skemmtilegt. Við elskum tísku, viðskiptavini okkar og samskiptin við þá og erum drifin áfram af sýn okkar og gildum. Sem alþjóðlegt og hratt vaxandi fyrirtæki í síbreytilegu umhverfi, er framtíð okkar fólgin í að nýta hugmyndir starfsmanna okkar, hugmyndasköpun og hvatninguna sem felst í uppbyggilegum samskiptum. Staðfesta og vilji til að taka ábyrgð og ná árangri er mikils metið hjá Lindex og þýðir að við getum þróast sem tískufyrirtæki.

Elskar þú tísku?

Lindex tekst stöðugt á við nýjar áskoranir ; við opnum verslanir á nýjum mörkuðum, við þróum okkar verslanir, við leitumst við að finna einfaldari og skynsamlegri lausnir, allt til að skapa tískuupplifun á heimsmælikvarða fyrir viðskiptavini okkar. Að vinna hjá Lindex þýðir frábær og spennandi tækifæri fyrir þig sem starfsmann til að hafa áhrif, vaxa og dafna. Við leitum eftir fjölbreytileika vegna þess að við trúum því að sambland af frábæru fólki leiði að auknum árangri og ánægjulegri vinnustað

Starfsfólk Lindex er mikilvægur þáttur í framgangi fyrirtækisins og svo þeir geti vaxið í starfi bjóðum við upp á faglega þróun með þátttöku í ólíkum verkefnum, , stöðugan innblástur úr heimi tískunnar, þjálfun og uppákomur sem miða að því að auka við þekkingu og getu þess á sviði þjónustu svo og leiðtogahæfileika hvers og eins.