30 daga skilaréttur

Denim ferðalagið

Denim ferðalagið


Verndun vatns skiptir okkur hjá Lindex miklu máli og er stór hluti af langtímaskuldbindingu okkar sem er að 80% af flíkunum okkar verði framleiddar með sjálfbærum hætti árið 2020. Þú getur lesið meira um þessa vinnu okkar hér. Þar sem framleiðsla á gallaefni er ein sú vatnsfrekasta í textílframleiðslu vegna mikilla þvotta þá er gallaefni þungamiðjan í ferðalagi okkar í átt að sjálfbærari framleiðsluaðferðum. 
Við hjá Lindex leitumst stöðugt eftir því að bæta okkur og það er okkur mikilvægt að bera hag fólksins sem framleiðir vörurnar okkar og umhverfið fyrir brjósti. Árið 2014 hófum við Denim ferðalagið okkar og niðurstaðan var Better Denim og svo Even Better Denim. 

Árið 2014 byrjuðum við að skima gallabuxnaframleiðsluna okkar í samstarfi við framleiðendur okkar til þess að meta umhverfisleg áhrif hennar. Skimunarferlið var stutt af sérfræðiþekkingu frá spænskum gallaefnisfræðingum Jeanologia og Umhverfisáhrifahugbúnaði (EIM). Í gegnum EIM hugbúnaðinn er framleiðslunni gefin einkunn sem lítil, miðlungs eða mikil umhversáhrif og hann er verkfæri sem hjálpar framleiðendum að stýra vatns- , orku-, og kemískri efnanotkun í framleiðslunni. 

Þegar við höfðum skimað gallaefnisframleiðsluna okkar þá fórum við að skoða aðra hluta ferlisins með það að markmiði að gera það enn sjálfbærara. Þvottaaðferðir voru bættar, sumum aðferðum eins og viðbótarskolun var hætt og aðrir ferlar í framleiðslunni voru sameinaðir. Þessar breytingar leiddu til marktækra framfara. Í fyrstu framleiðslu á  Better Denim gallaefninu náðum við að minnka vatnsnotkun um allt að 45% og orkunotkun um allt að 27%. Minni vatnsnotkun leiddi einnig af sér minni kemíska efnanotkun. 

Eftir að fyrstu Better Denim gallabuxurnar okkar komu á markað haustið 2016 innleiddum við breytingarnar inní framleiðslu á öllu okkar gallaefni og í dag eru allar gallabuxnalínurnar okkar fyrir bæði konur og börn hluti af Better Denim. Þú getur lesið meira um hvað merkingin Better Denim stendur fyrir hér

Ferðalag okkar að framleiðslu á sjálfbæru gallaefni er þó aðeins rétt að byrja. Við höldum áfram að finna enn betri leiðir fyrir allt okkar gallaefni og nú höfum við kynnt til sögunnar línu sem við köllum “Even Better Denim”. Þú getur lesið meira um Even Better Denim hér