Ókeypis sending ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira

Um bómull

Bómull


Bómullin kýs þéttan jarðveg en það þarf u.þ.b 15.000 lítra af vatni til þess að rækta 1 kg af bómull. Stærstur hluti bómullar í heiminum er enn ræktaður með hefðbundnum hætti og það krefst mikillar vatns-, orku- og kemískrar efnanotkunnar s.s. varnaefna sem geta haft neikvæð áhrif á umhverfið.Bómull er safnað úr bómullaplöntum, spunnið í garn og notað til að gera mjúkt efni sem andar. Bómull er algengasta efnið sem Lindex notar við framleiðsluna og í dag er 49% af vörum okkar framleitt úr bómull.

Nokkur af stærstu löndum í heiminum sem framleiða bómull eru Kína, Indland, Bandaríkin og Pakistan en rekjanleikinn á hefðbunið ræktaðri bómull hefur verið áskorun því bómullinni er oft blandað saman á viðskiptamarkaði. Við vinnum markvisst að því með framleiðendum okkar og alþjóðlegum stofnunum að bæta rekjanleika á hefðbundinni bómull en það er enginn þekkt aðferð til að rekja nákvæman uppruna á áreiðanlegan hátt. Lífræn bómull, GOTS og endurunnin bómull kemur frá kerfum sem tryggja rekjanleika.

Vegna umhverfislegra áhrifa og áskoranna vegna rekjanleika settum við okkur markmið að 100% af bómullinni sem við notum sé framleidd með sjálfbærum hætti árið 2020 og í dag höfum við náð því. Hér fyrir neðan getur þú lesið meira um sjálfbæru kostina okkar: Betri Bómull (Better Cotton), Lífræna Bómull (Organic Cotton), GOTS og Endurunna bómull (Recycled Cotton).

Betri bómull

Betri bómull eða Better Cotton Initiative (BCI) er stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni (non-profit) og vinnur að því að gera bómullarframleiðslu í heiminum betri fyrir umhverfið og fólkið sem vinnur að framleiðslunni. Verkefnið leggur áherslu á að breyta aðferðum við framleiðslu á bómull um allan heim með því markmiði að vernda umhverfið. Lindex hefur verið aðili að BCI síðan 2010 og stutt þannig við betri framleiðsluaðferðir á hefðbundinni bómull.

Betri Bómull (Better Cotton) er ekki lífræn en hún er ræktuð á sjálfbærari hátt en hefðbundin bómull. Með Better Cotton aðferðafræðinni er bændum kennt hvernig á að meðhöndla jarðveginn og nota réttan áburð og varnarefni í lágmarki. Better Cotton ræktun er betri fyrir umhverfið og krefst minni vatns- og kemískrar efnanotkunnar, er betri fyrir bóndann sem kemst í minni snertingu við eiturefni og hann sparar einnig í innkaupum á áburði og varnarefnum.

Better Cotton flíkur eru merktar með Better Cotton merkingu sem þýðir að flíkin er framleidd með Better Cotton aðferðum. Í dag er Better Cotton bómull ekki rekjanleg og ekki er unnt að segja nákvæmlega til um hversu stórt hlutfall af Better Cotton bómull er í hverri flík þar sem aðferðin gefur möguleika á að blanda saman Better Cotton bómull og hefðbundinni bómull. En þegar þú verslar vöru með Better Cotton vottun þá styður þú við framtakið og langtímaskuldbindinguna sem er að bæta framleiðsluaðferðir á bómull um allan heim.

Lífræn bómull

LÍFRÆN BÓMULL (Organic cotton) er ræktuð með tilliti til umhverfisins og fólksins sem framleiðir hana. Með lífrænni bómull eru neikvæð áhrif á umhverfið í lágmarki því ekki eru notuð varnarefni og tilbúin áburður, þannig viðheldur hún heilbrigðum jarðvegi, vistkerfum og skaðar ekki heilsu fólksins sem vinnur við ræktunina. Engin erfðabreytt fræ eða eiturefni s.s. skordýraeitur eða tilbúin áburður er notaður við ræktun lífrænnar bómullar. Ræktun lífrænnar bómullar krefst minni vatnsnotkunnar, minni orku og bætir heilsu ræktenda og fjölskyldna þeirra þar sem þeir komast ekki í snertingu við eiturefni. Þú getur lesið meira um lífræna bómull og ávinning af notkun hennar hér: Aboutorganiccotton.org.

Lindex er einn af 10 stærstu notendum lífrænnar bómullar í heiminum og meirihluti hennar kemur frá Indlandi og Tyrklandi. Í dag eru 63% af bómullinni okkar lífræn og 100% af Newborn ungbarnalínunni okkar er framleidd úr lífrænni bómull. Öll lífræn bómull sem Lindex kaupir er vottuð skv. stöðlum Textile Exchange Organic Content Standard eða Global Organic Textile Standard (GOTS). Vottunin er gerð af utanaðkomandi aðila s.s. Control Union til þess að tryggja rekjanleika og sýna á trúverðugan hátt að lífræna bómullin sé raunverulega lífræn. Lindex flíkur sem merktar eru Organic Cotton eru alltaf framleiddar úr 100% vottaðri lífrænni bómull. Flíkur merktar með Better Cotton Blend eru framleiddar með vottaðri lífrænni bómull blandaðri við Better Cotton og hefðbundinni bómull og hlutfall lífrænnar bómullar er tekið fram á merkimiðanum.

GLOBAL ORGANIC TEXTILE STANDARD – GOTS

Margar af bómullarflíkunum okkar eru vottaðar skv Global Organic Textile Standard (GOTS), stöðlum sem votta lífræna stöðu og tryggja rekjanleika lífrænu bómullarinnar. Staðallinn tekur einnig mið af félags- og umhverfislegum skilyrðum í öllu framleiðsluferlinu, frá trefjum til fullunnar vöru.

Við framleiðslu á öllum GOTS vottuðum vörum er aðbúnaður við framleiðslu skoðaður og vottaður af utanaðkomandi aðila s.s. Control Union. Aðbúnaðurinn fær skírteini sem er endurskoðað á hverju ári. Öll stigin við framleiðslu á hverri vöru fara ekki fram á einum stað, heldur eru nokkrir framleiðendur sem sjá hver um sitt stig hennar. . Öll stig eru GOTS vottuð skv. stöðlunum. Við hverja tilfærslu t.d. þegar garnframleiðandi kaupir bómull eða textílframleiðandi kaupir garn þá er GOTS skírteini framvísað með vörunni fyrir þetta tiltekna stig. Þegar keypt er tilbúin vara þá fylgja henni skírteini fyrir hvert stig framleiðslunnar sem tryggir ábyrga framleiðslu allt frá trefjum í tilbúna vöru.

Nokkur GOTS skilyrði:

  • Flík með GOTS vottun verður að innihalda að lágmarki 70% af vottuðum lífrænum trefjum. Sé flík GOTS merkt organic, þá skal varan innihalda á lágmarki 95% af vottuðum lífrænum trefjum.
  • Öll viðbætt efni sem notuð eru s.s. litarefni, uppfylliefni og prentefni verða að uppfylla ákveðin umhverfis- og efnafræðilegar skilyrði skv. stöðlunum.
  • Við vatnsvinnsluferla verður að skrá alla notkun kemískra efna, orku-, vatnsnotkunnar og vatnsúrgangs þ.á.m. skólpi. Afrennslið frá allri vatnsvinnslu verður að meðhöndla í viðurkenndri skólphreinsistöð.
  • Umbúðir mega ekki innihalda PVC. Pappír eða pappi sem er notaður í umbúðir , herðatré o.s.frv. verður að vera endurunninn eða með skírteini frá ábyrgri skógrækt.
  • Félagsleg skilyrði sem byggð eru á helstu viðmiðum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) verða að vera uppfyllt af öllum samstarfsaðilum og framleiðendum. • Val á fylgihlutum er takmarkað í samræmi við umhverfisviðmið.
  • GOTS flíkur eru merktar með GOTS vottun á merkimiðanum. Með merkingunni getur viðskiptavinurinn verið fullviss um að lífræna flíkinn sé raunverulega lífræn og að hún hefur verið framleidd á ábyrgan hátt.
Endurunnin bómull

ENDURUNNIN BÓMULL (Recycled cotton) er annað hvort afgangur af framleiðslu eða unnið úr notaðri flík sem hefur verið gefið nýtt líf með því að vera rifin niður, efnið endurspunnið og prjónað eða ofið í nýtt textílefni. Notkun á endurunni bómull sparar hráefni og krefst minni notkunnar á kemískum efnum, vatni og orku í framleiðslunni. Öll endurunninn bómull sem Lindex kaupir er vottuð skv.Textile Exchange Global Recycling Standard eða Textile Exchange Recycled Claim Standard. Vottunin er veitt af þriðja aðila s.s. Control Union, og veitir trúverðuga staðfestingu á á því að endurunnin bómull sé raunverulega endurunninn.

Til þess að varðveita gæðin, þá verður að blanda endurunna bómull við nýja bómull eða öðru efni. Notkun á endurunni bómull er mikilvægt skref í að draga úr umhverfisáhrifum og loka hringnum.

Endurnýttar bómullarflíkur koma frá neytendum sem skila notuðum fatnaði til endurvinnslu. Með því að endurnýta notaðar flíkur sem annars hefðu endað í ruslinu eru þær endurunnar í nýjar flíkur. Í október 2016 kynntum við Even Better Denim, gallabuxur sem eru framleiddar úr notuðum endurunnum flíkum, sem voru endurnýttar af framleiðendum.

Recover® er vörumerki fyrir endurtekið endurnýttar bómullartrefjar frá notuðum fatnaði og afgangsefni. Þegar Recover® bómull er framleidd er notast við minna vatn og kemísk efni heldur en við framleiðslu á hefðbundnum bómullartrefjum.