Kæri vildarvinur,
Eins og alkunna er hefur gengi íslensku krónunnar tekið miklum breytingum undanfarna mánuði gagnvart helstu gjaldmiðlum og ekki síst gagnvart Bandaríkjadal (USD) sem er okkar innkaupagjaldmiðill. Hækkunin á gjaldmiðlinum nemur tæplega 20% síðan í byrjun ágúst. Við teljum það því ábyrgðarhlutverk, líkt og þegar um gengisstyrkingu er að ræða, að bregðast rétt við þeirri veikingu krónu sem hefur átt sér stað undanfarið með verðbreytingu.
Gengisstyrking síðustu ára hefur verið mætt af okkur með 4 verðlækkunum frá byrjun árs 2016 sem nemur um 27% verðlækkun í heildina. Það er því með miklum trega að við drögum að hluta til baka þær verðlækkanir sem við höfum tilkynnt um s.l. tvö ár með hækkun verðs í fyrsta sinn frá upphafi um að meðaltali 5,9%. Það má þó benda á að þrátt fyrir þessa verðbreytingu stendur eftir myndarlegur hluti af þeim verðlækkunum sem eru undanfari þessara verðbreytinga nú.
Þess má geta að í sumum tilvikum eru sumir verðpunktar ennþá lægri á Íslandi en það sem gengur og gerist í löndum sem við berum okkur gjarnan við, s.s. í Noregi og fjöldi þeirra sem taka engum breytingum ásamt því að í sumum tilvikum lækkar verð þótt því miður séu heildaráhrifin til hækkunar.
Í framhaldi af þessu munum við áfram fylgjast með þróuninni í þeirri von um að það gefi svigrúm til frekari lækkun verðs á nýjan leik.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður góðfúslega:
Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Lindex á albert@lindex.is eða í s. 691-3101.