30 daga skilaréttur

Undirfataherferð vorsins endurspeglar það sem Lindex stendur fyrir.


Undirföt fyrir konur eins og mig og þig,- það eru skilaboð Lindex í undirfataherferð vorsins þar sem má sjá magnaðar konur á mismunandi stigum lífs síns í hversdagslegu umhverfi.

,,Við viljum að hver kona geti verið hún sjálf og fundið fyrir innblæstri og sjálfsöryggi, óháð því hver hún er, hvernig hún lítur út eða hvaða leið í lífinu hún hefur valið. Við viljum virkilega sýna hvað við stöndum fyrir í auglýsingunum okkar,– vera náttúruleg, einlæg og án aðgreiningar,” segir Susanne Ehnbåge forstjóri Lindex.

Í undirfataherferð Lindex sjást magnaðar konur í sínu hversdagslega umhverfi.

 
 
Að tala fyrir breyttu viðhorfi og jákvæðri líkamsímynd er einnig hluti af sjálfbærniloforði Lindex og grunnurinn að markmiði fyrirtækisins við að efla konur.

Konan hefur alltaf verið í aðalhlutverki hjá Lindex, síðan fyrirtækið opnaði sína fyrstu undirfataverslun fyrir meira en 65 árum síðan. Með þessa arfleifð og mikla reynslu í undirfatnaði hefur Lindex skapað sér markaðsráðandi stöðu á Norðurlöndunum og sem sérfræðingar í hönnun, gæðum og notagildi. Einstök og einföld hugmyndafræði Bravolution gerir það auðveldara að finna rétta brjóstahaldarann og hefur verið gríðarlega vel tekið hjá viðskiptavinum fyrirtækisins.

,,Konan skiptir okkur hjá Lindex öllu máli. Við viljum vera jákvætt afl í daglegu lífi viðskiptavina okkar og höfum alltaf sjónarhorn og þarfir konunnar fremst í öllu sem við gerum. Það er lykillinn að velgengni okkar,” Susanne Ehnbåge.

Undirfataherferð Lindex hefst 4.feb í öllum verslunum og á lindex.is