-Team Rynkeby og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hlýtur 400 þús. kr. styrk
Opnun Lindex á Akranesi var gríðar vel sótt um helgina þar sem rúmlega 15% allra Vestlendinga lögðu leið sína í miðbæ Akraness, eða sem samsvarar rúmlega 35% allra bæjarbúa. Samtals um 2.500 manns mættu til að fagna opnun fyrstu tískukeðju sem opnað hefur í þessum öfluga landshluta sem telur tæplega 16.000 manns.
Verslunin opnaði með pompi og prakt á laugardaginn á slaginu klukkan 12 og fylltist á augabragði. Gestir og velunnarar skemmtu sér vel undir tónum DJ Dóru Júlíu auk þess sem boðið var upp á popp og blöðrur fyrir yngstu kynslóðina ásamt andlitsmálningu sem fjölmargir nýttu sér.
„Við erum í skýjunum yfir þessum frábæru móttökum sem fóru fram úr okkar björtustu vonum. Við erum gríðarlega þakklát hvernig til hefur tekist og hlökkum til framhaldsins hér á Vesturlandi,“segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir-umboðsaðili Lindex á Íslandi
Við opnun hverrar Lindex verslun er veittur styrkur að vali starfsfólks sem er ákveðið hlutfall af sölu á opnuninni en að þessu sinni hlýtur Team Rynkeby styrkinn að upphæð 400 þús. kr. og gengur hann óskertur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Nánar má lesa um þetta verkefni hér: http://www.team-rynkeby.is/frettir