Lindex vinnur til alþjóðlegra verðlauna


Lindex AB hefur hlotið verðlaunin “Best Emerging Franchise 2020” á ársþingi International Franchise Association (IFA) sem eru elstu og stærstu samtök umboðssölufyrirtækja í heiminum.  Lindex er veitt verðlaunin fyrir að sýna fram á framúrskarandi árangur innan sviðs alþjóðlegrar umboðssölu (e. international franchise).

Alþjóðlegu umboðssöluverðlaunin eru virt verðlaun veitt af mest leiðandi tímariti á sviði umboðssölu “Global Franchise Magazine”, sem veitir þeim vörumerkjum viðurkenningu sem vinna fremst meðal jafningja að framþróun umboðssölu.  Verðlaunin “Best emerging franchise” er veitt aðila sem hefur vaxið utan síns heimamarkaðar, hefur sannanlega sýnt fram á alþjóðlegar fyrirætlanir, hefur sýnt fram á sterkt samband milli umbjóðanda og umboðsaðila og hefur skapað og sett í framkvæmd nýstárlegar markaðs- og vaxtaráætlanir.

“Það er mikill heiður að veita viðtöku þessum verðlaunum og hljóta viðurkenningu af aðilum sem starfa innan sama geira og við gerum.  Lindex er alþjóðlegt tískufyrirtæki með sterkar sænskar rætur og einbeiting okkar og fókus á hönnun og sjálfbærni veitir okkur sérstöðu.  Okkar nána samstarf við umboðsaðila okkar ásamt alþjóðlegri hugmyndafræði hefur leitt til árangursríkrar innkomu og uppgangs á fjölda alþjóðlegra markaða,” segir Johan Isacson, yfirmaður umboðsmála hjá Lindex.

Lindex hóf göngu sína sem sænsk undirfataverslun fyrir meira en 65 árum síðan og konan hefur verið í brennidepli frá upphafi.  Síðan þá hefur Lindex þróast í að vera sterkt alþjóðlegt tískufyrirtæki sem starfar í 18 löndum en þar af eru 9 með umboðsfyrirkomulagi, m.a. Ísland og Danmörk sem Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir fara fyrir sem umboðsaðilar.

“Ég var mjög hrifinn af því hvernig Lindex gat opnað á nýjum mörkuðum við slíkar viðtökur.  Þar sem þeir eru búnir að koma sér vel fyrir á sínum heimamarkaði hafa þeir einnig komið sér fyrir með árangursríkum hætti á öðrum mörkuðum í gegnum umboðsaðilafyrirkomulagið og ég sé fyrir mér að þeir geri það áfram.  Að selja vörur sem eru í mikilli samkeppni, t.d. við sölu á netinu, er áskorun sem þeir mæta með því að bjóða upp á vörur og umhverfi sem mikil eftirspurn er eftir!” segir Brad Fishman, forstjóri Fishman PR, meðlimur í dómnefndinni.

Verðlaunaathöfnin átti sér stað föstudaginn 7. febrúar 2020 í Orlando, Florida á árlegri ráðstefnu IFA, International Franchise Association, sem er stærsti og virtasti viðburður sinnar tegundar sem haldinn er á ári hverju af þessum elstu og stærstu samtökum umboðsfyrirtækja.

 Nokkrar lykilstaðreyndir um Lindex:

  • Lindex rekur nú 7 verslanir á Íslandi, í Smáralind, Kringlunni,  á Glerártorgi á Akureyri, Krossmóum í Reykjanesbæ og miðbæ Akraness ásamt netverslun á lindex.is
  • Lindex býður upp á kventískufatnað, nærfatnað og barnafatnað
  • Lindex starfrækir um 480 verslanir í 18 löndum og verslanir á netinu í gegnum lindex.com
  • Hjá fyrirtækinu starfa um 5.000 manns og um 100 manns á Íslandi
  • Aðalskrifstofur Lindex eru í Gautaborg i Svíþjóð
  • Lindex tilheyrir Stockmann Group sem er aðili að finnsku kauphöllinni
  • Lindex á Íslandi styður baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum og Krabbameinsfélag Íslands.
  • Frekari upplýsingar má finna á www.lindex.com og á Facebook – Lindex Iceland

Nánari upplýsingar veita undirrituð góðfúslega:
Lóa D. Kristjánsdóttir                                 Sími: 771-7493
Tölvup.: loadagbjort@gmail.com

Albert Þór Magnússon                               Sími: 691-3101
Tölvup.: albert@ldx.is