Frí heimsending með pöntunum yfir 10000

Lindex stækkar í Kringlunni og styrkur úr Pokasjóði Lindex afhendur

78% viðskiptavina Lindex sleppa nú pokanum

Á myndunum eru frá vinstri:
Albert Þór Magnússon frá Lindex, Tómas Knútsson frá Bláa Hernum, Lóa D. Kristjánsdóttir frá Lindex og Birna H. Reynisdóttir frá Bláa Hernum

Fyrri stækkun af tveimur í Kringlunni hefur nú opnað eftir breytingar þar sem undirfatadeild fyrirtækisins við aðalgang Kringlunnar er stórefld og verður við breytingarnar sú stærsta sinnar tegundar hér á landi.  Að auki er umhverfi Click&Collect þjónustunnar efld þar sem viðskiptavinum er gert kleift að versla á lindex.is og sækja samdægurs. Til viðbótar er fagnað fyrstu úthlutun úr Pokasjóði Lindex sem stofnað var til á síðasta ári.

Stækkun sem margfaldar stærð undirfatadeildar
Stækkunin sem kynnt er í dag stóreykur þjónustu við þessa mikilvægu deild Lindex en fyrirtækið hóf einmitt göngu sína sem undirfataverslun árið 1954 í Allingsås í Svíþjóð.  Inngangar verða nú tveir en verslunin stendur við aðalgöngugötu Kringlunnar sem telst sú fjölmennasta hér á landi.  Samhliða stækkuninni er svæðið helgað undirfatnaði aukið þannig að deildin verður sú stærsta hér á landi og býður viðskiptavinum upp á óviðjafnanlegt úrval undirfatnaðar, náttfatnaðar og aukahluta við einstakt umhverfi og þjónustu.  

“Click and Collect“ eða Smella og sækja er þjónusta sem gerir viðskiptavinum kleift að versla á lindex.is alla virka daga fyrir kl. 15:00 og sækja samdægurs.  Þjónustan er veitt í Kringlunni og með þessari breytingu sem kynnt er nú í dag er gert enn einfaldara að njóta þess hagræðis sem þessu fylgir en þess má geta að þjónustan er ókeypis.

“Það er frábært að geta dregið fram okkar sérstöðu þegar kemur að undirfatnaðinum við þessa fjölmennustu göngugötu landsins í Kringlunni.  Við getum nú boðið upp á mælingar, persónulega þjónustu og vöruúrval sem hæfir okkar stöðu sem sérfræðingar á sviði undirfatnaðar.  Með Bra-volution tækninni hafa tugþúsundir íslenskra kvenna fundið sinn eina rétta og nú geta þær komið til okkar hingað í Kringluna og upplifað allt það sem við getum boðið best á þessu mikilvæga sviði.  Við erum full tilhlökkunar að taka á móti okkar frábæru viðskiptavinum í þessari nýju og endurbættri verslun.” - segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.


Blái Herinn hlýtur fyrsta styrk úr Pokasjóði Lindex – 78% viðskiptavina sleppa pokanum
Blái Herinn vinnur brautryðjendastarf í hreinsun á ströndum landsins sem okkur Íslendingum er svo mikilvægt og þegar kynnt var stofnun Pokasjóðs Lindex fyrir um ári síðan var áveðið að samtökin skyldu hljóta fyrsta styrkinn.  Pokasjóðurinn byggist upp á því að allur ágóði af sölu Lindex poka gengur til sjóðsins sem úthlutar styrk einu sinni á ári.  Nú í fyrsta sinn er úthlutað úr þessum sjóð og nemur upphæðin rúmlega 1,28 milljónum króna sem gengur beint til hreinsunar á ströndum landsins.

Til viðbótar er verkefninu ætlað að sporna gegn sóun og er ánægjulegt að geta þess að einungis 22% viðskiptavina velja nú poka og því tæplega 4 af hverjum 5 viðskiptavinum Lindex sem sleppa nú pokanum.

"Þessi frábæri stuðningur Lindex skiptir okkur miklu máli við hreinsun á ströndum Íslands. Frá stofnun hefur Blái herinn verið fremstur í flokki í hreinsun stranda, hafna, lóða fyrirtækja og fleira á landinu en á tímabilinu hafa farið yfir 71500 vinnustundir í meira en 200 verkefni með 8700 sjálfboðaliðum sem hreinsað hafa yfir 1500 tonn af rusli úr náttúru Íslands,” segir Tómas Knútsson, ábyrgðamaður Bláa Hersins.


Nokkrar lykilstaðreyndir um Lindex:
Lindex rekur nú 7 verslanir á Íslandi, í Smáralind, 2 í Kringlunni,  á Glerártorgi á Akureyri, Krossmóum í Reykjanesbæ og miðbæ Akranesi.
Lindex býður upp á kventískufatnað, nærfatnað og barnafatnað ásamt snyrtivörum
Lindex starfrækir um 460 verslanir í 16 löndum og verslanir á netinu í öllum ESB löndum
Hjá fyrirtækinu starfa um 5.000 manns og um 100 manns á Íslandi
Aðalskrifstofur Lindex eru í Gautaborg i Svíþjóð
Lindex tilheyrir Stockmann Group sem er aðili að finnsku kauphöllinni 
Lindex á Íslandi styður baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum og Krabbameinsfélag Íslands
Frekari upplýsingar má finna á www.lindex.com og á lindex.is

Nánari upplýsingar veita undirrituð góðfúslega:

Lóa D. Kristjánsdóttir                  Sími: 771-7493

loadagbjort@gmail.com

Tómas J. Knútsson, ábyrgðarmaður    Sími: 897-6696

tomas@blaiherinn.is