Ókeypis sending ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira

Lindex opnar sína stærstu verslun utan Reykjavíkur á Selfossi

Lindex opnar sína stærstu verslun utan Reykjavíkur á Selfossi

 -Hagkaup lokar sérvöruverslun sinni í byrjun júní og Lindex opnar þess í stað.  

Ákveðið hefur verið að Lindex opni á Selfossi í rými sem hýsir í dag sérverslun Hagkaupa.  Verslunin mun opna samtímis hátíðinni Sumar á Selfossi eða 7. águst næstkomandi og verður sú stærsta sem Lindex hefur opnað utan höfuðborgarsvæðisins.  Boðið verður alla vörulínu Lindex; dömu- og undirfatnað  og barnafatnað ásamt snyrtivörum og fylgihlutum.

„Við höfum leitað lausna í nokkur ár til að fylgja eftir opnunum á Akranesi, Suðurnesjum og síðast á Egilsstöðum með verslun í okkar heimabæ, á Selfossi-þar sem þetta allt saman byrjaði.  Áhuginn hefur ekki látið á sér standa en það er mikið gleðiefni að samningar skuli hafa náðst við Haga um verslunarrýmið við hlið Bónus.  Við mátum það svo að við vildum hafa verslunina á Selfossi stærri en áður hafði verið kynnt og bjóða uppá allar vörulínur Lindex. Nýja verslunin verður því stærsta Lindex verslun okkar  utan höfuðborgarsvæðisins, tæpir 700 fermetrar og stóð því öðrum valkostum framar. Til viðbótar er það einnig sérlega ánægjulegt að 10 ár eru liðin frá því að við opnuðum okkar fyrstu verslun og nú áratug sienna erum við að opna okkar stærstu verslun utan höfuðborgarsvæðisins og á þeim stað þar sem þetta allt hófst, í minum heimabæ, Selfoss.  Eftir langa bið erum við því full tilhlökkunar að fagna sumrinu og opna á Sumar á Selfossi þann 7. ágúst“, segir Lóa D. Kristjánsdóttir umboðsaðili Lindex á Íslandi.

 

 

Ný og björt hönnun og öll vörulínan býðst á Selfossi

Þess ber að geta að nýja verslunin á Selfossi verður byggð upp með nýrri innréttingahönnun Lindex sem leit fyrst dagsins ljós við opnun verslunarinnar í London.  Hönnunin byggir á björtum litum með ólíkum litbrigðum hvítra lita í bland við svart og viðar sem gefur útliti verslunarinnar skandínavískt yfirbragð.  Verslunin mun því veita viðskiptavinum innblástur og einstaklega hlýlegar móttökur og eins og áður segir, sú stærsta utan höfuðborgarsvæðisins og því boðið upp á heildarvörulínu Lindex.

 

 

Samfélagsleg ábyrgð

Lindex leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir því hvernig varan er framleidd þ.e. umhverfinu og manneskjunni sem framleiðir vöruna sem endurspeglast í stöðugt auknu framboði vara framleiddum úr lífrænni bómull. Fyrirtækið hefur einsett sér að 80% af framleiðslunni verði framleitt með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti árið 2025.  Einnig hefur Lindex stuðlað að endurnýtingu fatnaðar með því að bjóða viðskiptavinum inneign gegn því að skila til verslunarinnar notuðum fatnaði og verður sú þjónusta nú í boði á Selfossi.  Að auki má geta í þessu samhengi að Lindex á Íslandi hefur verið stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Íslands og Unicef á Íslandi í gegnum árin og þátttaka í samfélagsverkefnum frá upphafi nema nú meira en 100 millj. króna.

 

 

Nokkrar lykilstaðreyndir um Lindex:

  • Lindex rekur nú 8 verslanir á Íslandi-í Smáralind, tvær verslanir í Kringlunni, Glerártorgi á Akureyri, Akranesi, Suðurnesjum, Egilsstöðum ásamt netverslunlindex.is
  • Lindex er ein stærsta tískukeðja Norður Evrópu með um 480 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. 
  • Verslanir Lindex eru um 480 í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi, Baltnesku löndunum, Tékklandi, Rússlandi, Slóvakíu, Bosníu Herzegóvínu, Póllandi og  Mið-Austurlöndum auk þess sem boðið er vörur Lindex til 27 ESB landa í gegnumlindex.com. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.000 manns og höfuðstöðvar Lindex er í Gautaborg í Svíþjóð.
  • Lindex styður baráttu gegn brjóstakrabbameini og baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum
  • Frekari upplýsingar má finna áwww.lindex.com og www.lindex.is