Frí heimsending með pöntunum yfir 10000

Lindex opnar nýja verslun í Miðvangi á Egilsstöðum

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja verslun í miðbæ Egilsstaða nú í haust.  Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Reita og forráðamanna Lindex.  Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 18 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði.  

Verslunin verður staðsett við hlið Bónuss í Miðvangi, aðalverslunarkjarna miðbæ Egilsstaða og mun bjóða upp á allar þrjár meginvörulínur Lindex auk þess sem boðið verður upp á nýjustu tækni við verslunina eins og 70 tommu snertiskjái við mátunarklefa til að undirstrika einstaka verslunarupplifun. Framkvæmdir eru þegar hafnar við nýju verslunina og er opnun áætluð á næstu misserum, í síðasta lagi í september.

Miðvangur er verslunarkjarni í miðbæ Egilsstaða sem byggður var árið 2005 og telur um 1.800 m2. og er þar m.a. Bónus, A4 og Subway en nú bætist Lindex við flóruna. 

 Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á Lindex sem hefur hvatt okkur áfram í að finna stað fyrir verslun okkar hér. Við teljum því einstakt að koma og festa rætur hér á Austurlandi með verslun sem Austlendingar geta kallað sína eigin.  Við erum því full tilhlökkunar að koma austur og fagna opnuninni.“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

 

Verslunin, sem telur tæplega 300 fm., mun innihalda allar meginvörulínur Lindex.  Barnadeildin mun m.a. bjóða upp á ungbarnafatnað sem einungis er framleiddur með lífrænni bómull, barnafatnað og unglingafatnað upp í stærðir 170.  Einstök  undirfatalína Lindex býður Bravolution brjóstahaldara tæknina sem auðveldar og sparar tíma við verslun undirfatnaðar.  Dömudeildin mun m.a. innihalda gallabuxur framleiddar með Better Denim sem minnkar vatnsnotkun um 85% frá hefðbundnum framleiðsluaðferðum.

Lindex leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir því hvernig varan er framleidd þ.e. umhverfið og fólkið sem framleiðir vöruna og þetta  endurspeglast í stöðugt auknu framboði vara framleiddum úr lífrænni bómull. Fyrirtækið hefur einsett sér að 80% af framleiðslunni verði framleitt með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti fyrir lok næsta árs. Lindex kynnti einnig nýlega möguleika til að endurnýta fatnað með því að skila til verslunarinnar og verða umbunað með inneign í gegnum aðild að vildarklúbbnum More at Lindex.  Langstærstur hluti af barnalínu Lindex er framleiddur úr lífrænni bómull og endurunnum efnum og við hönnun eru þarfir barnanna í fyrirrúmi.  Fyrirtækið vinnur  einnig gegn kynjamisrétti í fátækustu ríkjum heims og hjálpar konum að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu í gegnum verkefni eins og HERproject og WEWomen by Lindex. 

Nokkrar lykilstaðreyndir um Lindex:

Lindex rekur nú 6 verslanir á Íslandi, í Smáralind, Kringlunni, á Glerártorgi á Akureyri, miðbæ Akraness og i Krossmóum í Reykjanesbæ.
Lindex býður upp á kventískufatnað, nærfatnað og barnafatnað auk snyrtivara
Lindex starfrækir um 500 verslanir í 18 löndum og verslanir á netinu í öllum ESB löndum
Hjá fyrirtækinu starfa um 5.000 manns og um 100 manns á Íslandi ásamt 10 manns í Danmörku
Aðalskrifstofur Lindex eru í Gautaborg i Svíþjóð
Lindex tilheyrir Stockmann Group sem er aðili að finnsku kauphöllinni
Lindex á Íslandi styður baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum og Krabbameinsfélag Íslands
Frekari upplýsingar má finna á www.lindex.com og á Facebook – Lindex Iceland

Nánari upplýsingar veitir undirrituð góðfúslega:
Lóa D. Kristjánsdóttir     Sími: 771-7493
Tölvup.: loadagbjort@gmail.com