Fréttatilkynning frá Lindex á Íslandi
7. júní 2023
Lindex á Íslandi opnar á morgun, fimmtudag nýja verslun fyrir barnafatnað í Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 430 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði.
„Við erum ótrúlega spennt fyrir að mæta í Hafnarfjörðinn en ég á ættir mínar að rekja hingað og eigum við fjölskyldan verslunarsögu hér sem spannar yfir tvö hundrað ár og stendur því opnunin okkur mjög nærri. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að vinna að þessu með fólkinu í Firðinum og við erum virkilega spennt fyrir að koma í Hafnarfjörðinn,“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.
Miklar breytingar standa yfir í Firðinum í Hafnarfirði sem kynntar hafa verið en verslunarsvæði á jarðhæð mun u.þ.b. tvöfaldast með tengingu við aðalverslunargötu Hafnarfjarðar, Strandgötu og fyrirhugað er margmiðlunarbókasafn ásamt stórbættu veitingasvæði ásamt aðstöðu fyrir starfsemi Hafnarfjarbæjar. Þar að auki verður íbúðarhúsnæði á efri hæðum nýbyggingarinnar ásamt hóteli sem nú er í smíðum. „Við erum afar glöð að taka á móti Lindex hér í Firðinum samhliða þeim miklu breytingum sem hér standa fyrir dyrum. Við teljum að barnafatnaður Lindex fari einstaklega vel með þeim verslunum og þjónustu sem er nú þegar til staðar í Firði, sem dæmi má nefna eina stærstu leikfangaverslun landsins. Við horfum því fram á veginn full af bjartsýni!“ segir Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins. Verslunin er staðsett í Firðinum við hlið Pósthússins þar sem áður var matvöruverslun og mun bjóða upp á ungbarnafatnað Lindex í stærðunum 44-86 sem inniheldur einungis umhverfisvæna, lífræna bómull ásamt barna- og unglingafatnaði í stærðunum 92-170. Verslunin mun standa óbreytt á meðan á ofangreindum framkvæmdum stendur en unnið er að því að Lindex opni stærri og enn betri verslun í endurbættri verslunarmiðstöð sem áætlað er að opni í lok næsta árs.
Lindex leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir því hvernig varan er framleidd þ.e. umhverfið og fólkið sem framleiðir vöruna og þetta endurspeglast best í stöðugt auknu framboði vara framleiddum úr lífrænni bómull. Fyrirtækið hefur einsett sér að 80% af framleiðslunni verði framleitt með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti fyrir lok næsta árs. Langstærstur hluti af barnalínu Lindex er framleiddur úr lífrænni bómull og endurunnum efnum og við hönnun eru þarfir barnanna í fyrirrúmi. Fyrirtækið vinnur einnig gegn kynjamisrétti í fátækustu ríkjum heims og hjálpar konum að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu í gegnum verkefni eins og HERproject og WEWomen by Lindex.
Nokkrar lykilstaðreyndir um Lindex:
- Lindex rekur 10 verslanir á Íslandi, í Smáralind, Kringlunni, á Glerártorgi á Akureyri, miðbæ Akraness, i Krossmóum í Reykjanesbæ, á Selfossi og Miðvangi Egilsstöðum ásamt netverslun lindex.is og nú í Firðinum, Hafnarfirði.
- Lindex býður upp á kventískufatnað, nærfatnað og barnafatnað auk snyrtivara
- Lindex starfrækir um 430 verslanir í 16 löndum og verslanir á netinu í öllum ESB löndum
- Hjá fyrirtækinu starfa um 4.500 manns og 110 manns á Íslandi og um 10 manns í Danmörku.
- Aðalskrifstofur Lindex eru í Gautaborg i Svíþjóð.
- Lindex tilheyrir Stockmann Group sem er aðili að finnsku kauphöllinni
- Lindex á Íslandi styður baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum og Krabbameinsfélag Íslands
Frekari upplýsingar má finna á www.lindex.com og á Facebook – Lindex Iceland.
Nánari upplýsingar veita undirrituð góðfúslega:
Lóa D. Kristjánsdóttir // Sími: 771-7493 // loadagbjort@gmail.com
Albert Þór Magnússon // Sími: 691-3101 // albert@lindex.is
Guðmundur Bjarni Harðason // Sími: 615-0009 // gudmundur@fjordur.is
Lindex á Íslandi / Skeiðarás 8, 210 Garðabæ/ Sími: 591-9099 www.lindex.is - Facebook: Lindex Iceland