Ókeypis sending ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira

Lindex opnar á Egilsstöðum – Helmingur bæjarbúa lagði leið sína í verslunina fyrsta daginn

Lindex á Íslandi opnaði í dag nýja verslun í miðbæ Egilsstaða en mikill fjöldi lagði leið sína í verslunina fyrsta daginn eða um helmingur bæjarbúa Egilsstaða og Fellabæjar sem telur tæplega 3.000 íbúa. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 460 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði. 

Við erum himinlifandi yfir þessum móttökum sem fara langt fram úr okkar björtustu vonum. Okkur óraði ekki fyrir að um helmingur bæjarbúa myndi koma til okkar fyrsta daginn!  Upphafið veit á gott framhald en við erum íbúum Fljótsdalshéraðs og Austfirðingum öllum gríðarlega þakklát fyrir að taka svona hlýlega á móti okkur,.“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Fjöldi var saman komin við opnun Lindex Egilsstöðum þegar verslunin opnaði dyr sínar í hádeginu í dag. Greinilega var mikil eftirvænting í loftinu þegar talið var niður í opnun Lindex í fyrsta sinn á Austurlandi.Við erum afar glöð og þakklát fyrir að vera komin austur sem þýðir að dreifikerfi okkar spannar nú öll fjögur horn landsins. Verslanir okkar á Vesturlandi, Suðurlandi og Norðurlandi hafa sýnt okkur þann meðbyr sem Lindex hefur og eftir að hafa leitað fanga eftir góðri staðsetningu á Austurlandi í nokkur ár er frábært að geta fagnað þessu svona með þessum frábæru móttökur,“ segir Albert Þór Magnússon umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Verslunin er staðsett við hlið Bónuss í Miðvangi, aðalverslunarkjarna miðbæ Egilsstaða og býður upp á allar þrjár meginvörulínur Lindex auk þess sem boðið er upp á nýjustu tækni við verslunina eins og 70 tommu snertiskjái við mátunarklefa til að undirstrika einstaka verslunarupplifun og tryggir þar með einstakt vöruframboð.   „Við vitum ekki til þess að áður hafi helmingur bæjarbúa, í bæjarfélagi sem við erum að opna í heimsótt verslun okkar á fyrsta degi, það hlýtur að vera einhvers konar met!,“ segir Johan IsacsonDirector of Franchise hjá Lindex AB.

Nýja verslunin á Egilsstöðum er byggð upp með nýrri innréttingahönnun Lindex sem leit fyrst dagsins ljós við opnun verslunarinnar í London. Hönnunin byggir á björtum litum með ólíkum litbrigðum hvítra lita í bland við svart og viðar sem gefur útliti verslunarinnar Skandínavískt yfirbragð. Verslunin veitir því viðskiptavinum innblástur og einstaklega hlýlegar móttökur.


Lindex leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir því hvernig varan er framleidd þ.e. umhverfið og fólkið sem framleiðir vöruna og þetta endurspeglast í stöðugt auknu framboði vara framleiddum úr lífrænni bómull. Fyrirtækið hefur einsett sér að 80% af framleiðslunni verði framleitt með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti fyrir lok næsta árs. Lindex kynnti einnig nýlega möguleika til að endurnýta fatnað með því að skila til verslunarinnar og verða umbunað með inneign í gegnum aðild að vildarklúbbnum More at Lindex sem nú býðst Austfirðingum í fyrsta sinn. Langstærstur hluti af barnalínu Lindex er framleiddur úr lífrænni bómull og endurunnum efnum og við hönnun eru þarfir barnanna í fyrirrúmi.  Fyrirtækið vinnur  einnig gegn kynjamisrétti í fátækustu ríkjum heims og hjálpar konum að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu í gegnum verkefni eins og HERproject og WEWomen by Lindex. 

Nokkrar lykilstaðreyndir um Lindex:

  • Lindex rekur nú 6 verslanir á Íslandi, í Smáralind, Kringlunni, á Glerártorgi á Akureyri, miðbæ Akraness,  i Krossmóum í Reykjanesbæ ásamt netverslun lindex.is og nú Miðvangi, Egilsstöðum.
  • Lindex býður upp á kventískufatnað, nærfatnað og barnafatnað auk snyrtivara.
  • Lindex starfrækir um 460 verslanir í 16 löndum og verslanir á netinu í öllum ESB löndum.
  • Hjá fyrirtækinu starfa um 5.000 manns og um 100 manns á Íslandi og um 10 manns í Danmörku.
  • Aðalskrifstofur Lindex eru í Gautaborg i Svíþjóð.
  • Lindex tilheyrir Stockmann Group sem er aðili að finnsku kauphöllinni.
  • Lindex á Íslandi styður baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum og Krabbameinsfélag Íslands Frekari upplýsingar má finna á www.lindex.com og á Facebook – Lindex Iceland.