Ókeypis sending ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira

Lindex gefur út sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2020

Í mars gaf Lindex út sjálfbærnisskýrslu fyrir árið 2020. Á ári sem skilgreint er af alþjóðlegum heimsfaraldri gerir fyrirtækið grein fyrir hvar það stendur gagnvart markmiðum sínum í  sjálfbærni og þeim  loforðum sem það hefur gefið viðskiptavinum sínum og mun skipta sköpum fyrir komandi kynslóðir.

 

,,Þegar ég horfi yfir árið  er ég stolt af því hvernig við hjá Lindex höfum staðið við gildi okkar og unnið að  skuldbindingum okkar við  að starfa á siðferðislega réttan hátt.  Við höfum staðið frammi fyrir fordæmalausum áskorunum í allri starfsemi okkar en samtímis unnið að því að vernda heilsu og líðan starfsmanna okkar og fólksins í allri virðiskeðjunni. Þegar ég hugsa um lærdóminn, vöxtinn og baráttuna sem við sem alþjóðlegt samfélag höfum mætt , minnist ég þess að kreppan er móðir tækifæranna og því er einstakt tækifæri til að draga fram styrkleikana um leið og við gerum okkur grein fyrir veikleikunum.  Ég trúi því að við hjá  Lindex finnum enn sterkar fyrir því núna hvernig fyrirtæki við erum og hvað við stöndum fyrir og í hvaða átt við viljum leiða þennan iðnað. Núna er tíminn til að leggja áherslu á  nýsköpun, nýta tækifærin og meðvitað að  búa til nýjar venjur sem við öll viljum sjá þar í framsýnum tískuiðnaði sem aðlagar sig breyttum heimi , eflir samfélög, endurnýtir auðlindir og er sannarlega sjálfbær,” segir Susanne Ehnbage, forstjóri Lindex.

 

Í sjálfbærniskýrslunni dregur Lindex árið 2020 saman m.t.t. framfara og áskorana og hvernig fyrirtækið hefur tekist á við heimsfaraldurinn.

Helstu atriði úr skýrslunni eru:

  • Lindex stóð við skuldbindingar sínar og gerði engar meiriháttar afpantanir en vann í góðu samstarfi við birgja sína og tryggði þannig áframhaldandi vinnu fyrir starfsfólk sitt þrátt fyrir faraldurinn.
  • Fyrir lok ársins 2020 náði Lindex að endurnýta 100% af textíl sem var framleiddur í byrjun faraldursins og búa til 700.000 flíkur úr textíl sem annars hefði verið sóað.
  • Lindex vann með 119.000 starfsmönnum í verksmiðjum þar af 70.000 konum í Bangladesh, Myanmar og Indlandi með verkefninu WeWomen by Lindex þar sem fyrirtækið vinnur að kynjajafnrétti í virðiskeðjunni.
  • Lindex fór fram úr öllum markmiðum sínum um fjölda þeirra sem fengu bætt aðgengi að hreinu drykkjarvatni, hreinlætisaðstöðu og menntun með samstarfi sínu við WaterAid.
  • Lindex átti frumkvæði að stofnun Closely, nýs vörumerkis sem ætlað er að setja nýjan tón fyrir önnur tískuvörumerki þegar kemur að minnkun kolefnislosunnar.
  • Lindex hóf sölu á notuðum fatnaði í gegnm verkefnið Switching Gear
  • Lindex var meðal 10% efstu alþjóðlegra tískuvörumerkja á lista Fashion Transparency Index 2020
  • Lindex koma á fót verkefninu BHive til 43 verksmiðja í 5 löndum sem vinnur að því að draga úr óæskilegum efnum og auka gegnsæi efnainnihalds.
  • Lindex jók hlut lífrænnar bómullar í 80% í heildarnotkun og jók hlut sinn í endurunnu eða sjálfbærari efnum í 68%

 

Hér má sjá sjálfbærniskýrsluna í heild sinni: