Lindex á einn stað í Kringlunni

Þjónusta Click and Collect verslunarinnar á Laugavegi flyst í Kringluna í dag.
Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að sameina rekstur þriggja verslana á einn stað í Kringlunni þar sem nú er rekin Lindex dömu- og undirfataverslun. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Reita fasteignafélags og forráðamanna Lindex. Breytingin gerir viðskiptavinum kleift að njóta allrar vörulínu Lindex á einum stað samhliða því að geta sótt vörur sem verslaðar eru á lindex.is samdægurs.
Verslunin, sem staðsett er í aðalgangi Kringlunnar, mun verða eftir breytingar tæplega 700m2 og sú stærsta hér á landi þar sem boðið verður heildarvörulínu Lindex og verður við lok framkvæmda flaggskipsverslun fyrirtækisins hér á landi.

Í fyrsta áfanga verður verslun og þjónusta sem þekkt er undir nafninu Click and Collect og starfrækt hefur verið á Laugavegi 7 og gerir fólki kleift að nálgast vörur, sem verslaðar eru á netinu, samdægurs flutt í Kringluna. Annar áfangi opnar um mitt næsta ár, 2020 þegar framkvæmdum lýkur við stækkun Kringlunnar aftan við rýmið sem nú hýsir dömu- og undirfataverslun Lindex. Við þá breytingu mun Kids verslun Lindex í Kringlunni flytja á einn og sama stað. Samhliða þessum breytingum verður versluninni á Laugavegi lokað og gildir það frá deginum í dag að telja.
 „Við erum gríðarlega ánægð með að geta tekið þetta skref þar sem við höfum leitað leiða til að koma öllum okkar frábæru vörum á einn stað í Kringlunni. Jafnframt því erum við spennt að geta boðið Click&Collect þjónustuna núna með þeim þægindum sem fylgir því góða aðgengi sem er að Kringlunni. Staðsetningin gerir okkur kleift að bjóða upp á tískuupplifun á heimsmælikvarða.“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Ný og björt hönnun
Þess ber að geta að nýja verslunin í Kringlunni mun verða byggð upp með nýrri innréttingahönnun Lindex sem leit dagsins ljós við opnun verslunarinnar í London. Hönnunin byggir á björtum litum með ólíkum litbrigðum hvítra lita í bland við svart og viðar sem gefur útliti verslunarinnar Skandínavískt yfirbragð. Verslunin mun því veita viðskiptavinum innblástur og einstaklega hlýlegar móttökur.
„Við erum mjög glöð með samninginn sem nú hefur verið undirritaður og teljum að það felist í því mikil viðurkenning fyrir Kringluna að Lindex velji það fyrir sína flaggskipsverslun. Kringlan er afar vel staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og hefur skipað veglegan sess í verslun Íslendinga í gegnum árin. Við teljum einnig að með því að færa Click&Collect Lindex hingað muni það styrkja Kringluna í þeirri stafrænu stefnu sem við höfum innleitt og vinnum nú að.” segir Sigurjón Örn Þórsson, frkv.stj. Kringlunnar.
Samfélagsleg ábyrgð
Lindex leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir því hvernig varan er framleidd þ.e. umhverfinu og manneskjunni sem framleiðir vöruna sem endurspeglast í stöðugt auknu framboði vara framleiddum úr lífrænni bómull. Fyrirtækið hefur einsett sér að 80% af framleiðslunni verði framleitt með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti á næsta ári. Einnig hefur Lindex stuðlað að endurnýtingu fatnaðar með því að bjóða viðskiptavinum inneign gegn því að skila til verslunarinnar notuðum fatnaði.  Að auki má geta í þessu samhengi að Lindex á Íslandi hefur verið stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Íslands og Unicef á Íslandi í gegnum árin. 
 
Nánari upplýsingar veita:
Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex í 771-7493 / loadagbjort@gmail.com
Sigurjón Örn Þórsson, frkv.stj. Kringlunnar í  517-9000/sigurjon@kringlan.is


Nokkrar lykilstaðreyndir um Lindex:
Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 475 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði.  
Verslanir Lindex eru í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi, Baltnesku löndunum, Tékklandi, Slóvakíu, Bosníu-Herzegóvínu og Mið Austurlöndum auk þess sem boðið er vörur Lindex til 27 ESB landa í gegnum lindex.com. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.000 manns
Lindex styður baráttu gegn brjóstakrabbameini og baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum
Frekari upplýsingar má finna á www.lindex.com og www.lindex.is