30 daga skilaréttur

Hafa tekið á móti milljónum gesta

Eftir frábær 8 ár er komið að því að fyrsta Lindex verslunin á Íslandi fái upplyftingu og verður að þeim sökum lokuð næstu 3 daga vegna gagngerra endurbóta.

Verslunin hefur frá opnun árið 2011 tekið á móti milljónum gesta og hafa forsvarsmenn hennar ákveðið að endurnýja verslunina með því markmiði að halda áfram að bjóða viðskiptavinum sínum uppá tískuupplifun á heimsmælikvarða.

Hið nýja útlit verslunarinnar verður eftir svokallaðri „clean concept“ hönnun en hönnunin byggir á björtu yfirbragði þar sem hvítur er áberandi litur í bland við svart og viðartóna sem gefa versluninni skandinavískt yfirbragð. Uppsetning verslunarinnar mun einnig breytast töluvert og ýmsar nýjungar vera kynntar.

 

Hugmyndafræði Lindex byggir á sjálfbærni 

Hugmyndafræði „clean concept“ nær einnig til umhverfis- og sjálfbærnistefnu Lindex og endurspeglast í stöðugt auknu framboði vara framleiddum með sjálfbærum hætti. Fyrirtækið hefur einsett sér að 80% af framleiðslunni verði framleidd með sjálfbærum hætti fyrir árið 2020 og 100% af bómull Lindex verði framleidd með lífrænum/sjálfbærum hætti fyrir þann tíma. En þess ber að geta að langstærstur hluti af barnalínu Lindex er framleiddur úr lífrænni bómull og/eða endurunnum efnum. Lindex býður einnig viðskiptavinum sínum að endurnýta fatnað með því að skila notuðum fatnaði til verslunarinnar gegn inneign.

„Við erum ótrúlega spennt fyrir þessum breytingum, nýja útlitið er bjart og stílhreint og við eigum auðveldara með að gera okkar fallegu vörum enn betri skil auk þess sem verslunin verður mun aðgengilegri fyrir okkar frábæru viðskiptavini. Við hlökkum til að heyra hvað þeim finnst um þessar breytingar“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Verslunin verður lokuð frá deginum í dag, mánudeginum 18.febrúar t.o.m. næsta miðvikudags, 20.febrúar.