Ókeypis sending ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira

Takk fyrir hjálpina!

-Lindex afhendir rúma 1,1 millj. til styrktar baráttunnar gegn brjóstakrabbameini

Nú hefur Lindex á Íslandi afhent styrk sem safnaðist vegna sölu Missoni Lindex línunnar sem kynnt var þ. 25. sept sl.  Styrkurinn, sem nemur 1.124.356 kr., gengur til baráttu Krabbameinsfélags Íslands gegn brjóstakrabbameini og er hluti af tæplega 300 milljóna króna styrk sem Lindex safnaði til baráttunnar á þeim ólíku mörkuðum sem Lindex starfar og er það nýtt met á þeim rúmu tíu árum sem félagið hefur stutt þessa mikilvægu baráttu.

 

“Við viljum skila ríku þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt þessu málefni baráttunnar gegn brjóstakrabbameini lið.  Samvinna okkar með Missoni og þessi vel heppnaða lína, sem svo margir okkar viðskiptavina kunnu að meta, hefur leitt til þessa frábæra árangurs.” segir Lea Rytz Goldman, hönnunar- og innkaupastjóri Lindex.

 

,,Veglegur stuðningur Lindex á Íslandi mun sannarlega koma í góðar þarfir í baráttu okkar hjá Krabbameinsfélaginu gegn brjóstakrabbameini. Við erum afar þakklát fyrir þennan mikilvæga stuðning og metum mikils það traust sem okkur er sýnt,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands af þessu tilefni. 

 

Styrkurinn, sem nú er veittur í fyrsta sinn á Íslandi,  gengur til þessarar mikilvægu baráttu Krabbameinsfélags Íslands gegn brjóstakrabbameini.  Upphæðin sem nemur rúmlega 1,1 millj. kr. hefur safnast í gegnum sölu 10% söluandvirðis Missoni línunnar, sölu á bleika armbandinu þar sem allur ágóði rennur til baráttunnar en að auki seldi Lindex bleiku slaufuna í sama tilgangi.

 

Viðskiptavinum Lindex á Íslandi er skilað innilegu þakklæti fyrir að gera þetta mögulegt.