30 daga skilaréttur

Stefnuyfirlýsing Lindex - “We make fashion feel good”

-80% af framleiðslu Lindex framkvæmd með sjálfbærum hætti fyrir 2020

Í dag kynnir Lindex jákvæð skref í árangursríkri þróun vörumerkisins með því að kynna til sögunnar hugmyndafræði “We make fashion feel good”.  Á skýran og tilfinnanlegan hátt er sett fram hvað vörumerki Lindex stendur fyrir og hvað það þýðir fyrir viðskiptavini.

Hið nýja hugtak er kynnt samhliða stefnuyfirlýsingu, þar sem viðhorf Lindex kemur skýrt fram.

“Samfélagsleg skuldbinding, með áherslu á konur og sjálfbærni, er mikilvægt svið þar sem að mörgu er að huga.  Við vinnum stöðugt að markmiðum okkar hvað þetta snertir til að verða betri í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur”, segir Ingvar Larsson, forstjóri Lindex.

Með “We make Fashion feel good” hugmyndafræðinni, er tískukeðjan að kynna spennandi og hagkvæmar tískulínur sínar með nýjum hætti til viðskiptavina sinna.  Hugmyndafræðin er kynnt á öllum mörkuðum fyrirtækisins með því að setja fram stefnuyfirlýsinguna í verslunum og á vefnum.  Í framtíðinni mun “We make fashion feel good” hugmyndafræðin verða samofin þáttur í markaðskynningu fyrirtækisins á öllum sviðum.  Með þessari stefnuyfirlýsingu verður 80% af framleiðslu Lindex framkvæmd með sjálfbærum hætti fyrir árið 2020.

Stefnuyfirlýsinguna í heild sinni má finna hér:

http://www.lindex.com/eu/campaign/feelgoodfashion/

Fyrsta skrefið er “Better Denim Now and Forever” línan

Sem fyrsta skref í að ná markmiðum sínum kynnir Lindex “Better Denim” átakið sem er vorherferð þar sem áhersla er lögð á efnisval og framleiðsluaðferðir.  Frá því í janúar 2016 er mikill meirihluti Lindex gallabuxnaefnis (e. denim) framleitt með umhverfisvænni hætti sem sparar vatn og orku ásamt þeim efnum sem notuð eru við framleiðsluna.  Með þessari nýju línu fyrir bæði dömur og börn heldur Lindex áfram að vinna að markmiðinu.

“Við erum mjög hreykin af því að hafa innleitt framleiðsluaðferðir sem lágmarka umhverfisáhrif í meirihluta allrar okkar gallabuxnaefnislínu.  Þetta er stórt skref í átt að markmiðum okkar.” Segir Anna-Kari Dahlberg, framleiðslustjóri Lindex.

Stór hluti af “Better Denim” línunni er  framleidd úr lífrænni bómull, með vistvænum saumum og innsaumum og með aðferðum sem spara vatn, orku og efni í öllu ferlinu

Samhliða þessari herferð kynnir Lindex fyrsta algjörlega endurnýtta hlutinn – skór framleiddir úr endurnýttu gallabuxnaefni..

Nýja Better Denim gallabuxnalínan verður kynnt í öllum verslunum Lindex á Íslandi 24. febrúar næstkomandi.