30 daga skilaréttur

Opnunarhátíð Lindex á Glerártorgi

Um helgina fagnaði Lindex opnun þriðju verslunar sinnar á Íslandi á Glerártorgi, Akureyri.  Mikill fjöldi var mættur við opnunina og stemmningin mikil þegar hátíðin hófst með því að talið var niður þar til tjöldin voru dregin frá 470 fm. verslunarrými í miðju Glerártorgi sem staðið hefur lokað í yfir þrjá mánuði á meðan á framkvæmdum stóð.  

 

Helmingur Akureyringa mætti á opnunarhátíðina

Óhætt er að segja að Norðlendingar og nærsveitarmenn hafi tekið versluninni vel því fjöldinn sem mætti jafngildir um helmingi allra Akureyringa sem lögðu leið sína í Lindex á Glerártorgi á fyrsta degi opnunar.

 

Lína og fleiri góðir gestir mættu

Lína Langsokkur, leikin af Ágústu Evu, birtist úr mannmergðinni og tók yfir með alls kyns sögum, söng og glensi eins og Línu er einni lagið.  Í kjölfarið tók Óli Trausta ásamt hinni fjölmögnuðu Berglindi Magnúsdóttur nokkur lög.

 

Fæðingardeild Sjúkrahúss Akureyrar færð 1 milljón króna

Eftir ákvörðun starfsmanna um hvert styrkur, sem telur hlutfall af sölu opnunarhátíðarinnar, skyldi renna var upphæð sem nemur einni milljón króna afhent til Fæðingardeildar Sjúkrahúss Akureyrar sem nýta mun styrkinn til tækjakaupa á deildinni.