30 daga skilaréttur

Missoni og Lindex styðja baráttuna gegn brjóstakrabbameini

Heimsþekkta tískuhúsið Missoni hefur gengið til liðs við tískukeðjuna Lindex í baráttunni gegn brjóstakrabbameini.  Þetta sérstæða samstarf hefur leitt til einstakrar línu kventískufatnaðar, undirfatnaðar, aukahluta og barnafatnaðar.  10% söluandvirðis línunnar fer til baráttu Krabbameinsfélags Íslands gegn brjóstakrabbameini.   Missoni línan kemur í verslun Lindex í Smáralind þann 25. september n.k.

 

Þessi einstaka lína er samsett úr 70 hlutum og endurspeglar ferska og nýtískulega tilfinningu með mynstri og hönnun sem einkennir Missoni tískuhúsið.

 

Ítalska hátískuvörumerkið Missoni er heimsþekkt fyrir sína sérstæðu hönnun og litrík mynstur sem taka sér stöðu meðal helstu tákna tískuheimsins.  Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1953, hefur verið leitt áfram af kynslóðum kvenna úr Missoni fjölskyldunni og líkt og Lindex, fagnar konum.

 

Með samstarfinu við Missoni er markmiðum um að veita viðskiptavinum okkar aðgang að einum af mikilvægustu vörumerkjum tískuheimsins náð.  Missoni er ekki aðeins þekkt fyrir einstaka og fallega hönnun með sérstæðum mynstrum heldur einnig fyrir kvenlegan glæsileika“, segir Lea Rytz Goldman, hönnunar- og innkaupastjóri hjá Lindex.

 

Samstarfið með Lindex hefur gefið okkur einstakt tækifæri til að bjóða hagkvæma hönnun fyrir hverja einstaka konu um leið og við látum gott af okkur leiða með því að skapa sterka vitund um baráttuna gegn brjóstakrabbameini.   Við erum hrifin af þeirri langtíma ábyrgð og stuðningi sem Lindex hefur sýnt rannsóknum gegn brjóstakrabbameini en  fyrirtækið hefur stutt þær í mörg ár.  Þessi staðreynd er ein af meginástæðum fyrir því að við tökum þetta skref nú og teljum við þetta tilvalið tækifæri til að styðja við þessa baráttu“, -segir Angela Missoni.

 

Fyrir utan hönnun og tísku þá leggjast Lindex og Missoni á eitt með að vilja að gefa eitthvað til baka til samfélagsins en 10% af andvirði sölunnar á línunni gengur til baráttunnar gegn brjóstakrabbameini sem Lindex hefur stutt sl. 10 ár.

 

Þetta er tíunda árið í röð sem við og viðskiptavinir okkar höfum stutt verulega við mikilvægar rannsóknir á sviði brjóstakrabbameins og við erum öll mjög stolt af því.  Af eðlilegum ástæðum berum við hag kvenna fyrir brjósti þar sem margir okkar viðskiptavinir og starfsfólk eru konur.  Með samstarfinu við Missoni erum við að sameina það besta frá báðum heimum og fáum þannig meiri slagkraft í okkar baráttu“, segir Lea Rytz Goldman, hönnunar- og innkaupastjóri hjá Lindex.