30 daga skilaréttur

Litríkt haust Lindex, haustlínan kynnt til sögunnar

-samanstendur af blöndu af víðum og síðum flíkum, art prenti, sterkum litum, buxum og pilsum

 

Sterkir litir áberandi í haustlínunni

 

Til viðbótar við pils og buxur þá eru sterkir litir áberandi í haustlínunni. Litapallettan er full af flottum haustlitum s.s. ryðrauðum, sinnepsgulum og beislituðum.

 

Við erum búin að vera svo lengi í svörtum, hvítum og hlutlausum litum svo það er virkilega hressandi að fá fram þessa haustliti”-segir Nina Starck yfirhönnuður hjá Lindex.

 

Það sem allar konur verða að eiga fyrir haustið og passar fullkomlega við alla nýju neðri partana eru peysurnar og þá aðalllega rúllukraginn. Þú getur blandað honum með einverjum flottum áberandi toppi eða bara notað hann hversdags með síðri peysu og flottum gallabuxum.  Gallabuxurnar verða mjög áberandi í haust og þá helst háar í mittið og útvíðar.

 

Útlínurnar verða áhugaverðar með sítt yfir sítt, pils yfir buxur og mörg samsett lög.  Áherslan á pils og buxur er augljós þar sem uppáhaldsflíkurnar eru með spennandi formum, síddum og efnum”-segir Nina Starck, yfirhönnuður hjá Lindex.

 

Myndir úr haustlínu Lindex: http://about.lindex.com/en/images/

Myndband með haustlínu Lindex: https://www.youtube.com/watch?v=G3hoVhTyhYI

 

Lindex meðal tíu stærstu framleiðendum vistvæns fatnaðar í heiminum

 

Hlutfall vistvæns fatnaðar í vörulínu  Lindex hefur aukist mikið síðustu ár og hefur nú komið fram sem einn af 10 stærstu notendum á lífrænni bómull í heiminum skv. nýrri skýrslu Textile Exchange.  Með það að markmiði að árið 2020 verði 100% framleiðslu Lindex með endurvinnanlegum hætti er ánægjulegt að sjá 31% aukningu í þessum flokki framleiðsluaðferðar samhliða þessari viðurkenningu.

 

Árið 2014 seldi Lindex 16,3 milljónir flíkna sem framleiddar voru með endurvinnanlegum hætti og telur það 22% af heildarumfangi framleiðslu félagsins.  Til að bæta enn frekar framleiðslu á hefðbundinni bómull er Lindex aðili að Better Cotton Initiative sem miðar að því að bæta framleiðsluaðferðir fyrir þá sem koma að framleiðslunni, umhverfið sem það er framleitt í og greinina í heild sinni.