30 daga skilaréttur

Lindex stækkar í Kringlunni

-heildarvörulínu undirfatadeildar Lindex gerð skil í fyrsta sinn á Íslandi

 

Af því tilefni að nú eru 60 ár liðin frá því að fyrsta undirfataverslun Lindex var stofnuð auk þess sem um þrjú ár eru liðin frá því Lindex hóf starfsemi á Íslandi er sérstaklega ánægjulegt að tilkynna að í dag hefjast framkvæmdir við stækkun verslunarinnar við hlið núverandi rýmis í Kringlunni.  Mun heildarvörulínu undirfatadeildar Lindex nú í fyrsta sinn verða gert að fullu skil auk þess sem Lindex Kids, sem hefur verið gríðarlega vel sótt, stækka að auki.  Gera má ráð fyrir að starfsmannafjöldi Lindex á Íslandi fjölgi í 90 við þessa breytingu en stækkuð og endurbætt verslun opnar laugardaginn 4. október.

 

Heildarvörulína Lindex undirfatnaðar boðin í fyrsta sinn á Íslandi

Eftir stækkun verður verslunin í Kringlunni um 380 m2 og mun í fyrsta sinn heildarvörulína Lindex undirfatnaðar verða að fullu gerð skil.  Lindex fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli sínu sem var í upphafi stofnað í Svíþjóð sem undirfataverslun.  Það er því sérstaklega ánægjulegt að bjóða íslenskum viðskiptavinum Lindex möguleika á að kynnast þessari mikilvægu deild með viðeigandi hætti í sértækri verslun fyrir undirfatnað.

 

”Við erum sérlega þakklát fyrir þann mikla meðbyr sem við höfum fengið með opnun Lindex Kids í Kringlunni og erum gríðarlega spennt fyrir að geta boðið upp á enn betra vöruúrval til viðskiptavina okkar, samhliða því að gera okkar frábæru undirfatadeild skil með þessum hætti” –segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

 

Bravolution, sem kynnt var í vor, hefur mætt mjög jákvæðum viðbrögðum sem gerir það sérstaklega ánægjulegt að geta boðið þessa byltingakenndu línu á viðeigandi hátt:

 

“Margar konur eiga erfitt með að finna brjóstahaldara sem passar þeim fullkomlega.  Með þessari byltingakenndu aðferð mun það vera mun auðveldara, fljótlegra og þægilegra fyrir viðskiptavininn að velja sér brjóstahaldara.“ segir Inger Lundqvist, Hönnunar- og innkaupastjóri í undirfatadeild Lindex.

 

Til viðbótar við undirfatnað verður einnig boðið upp á aukahluti Lindex sem mikilvægir eru til að fullkomna útlitið.

 

Lindex Kids stækkar

Stækkunin sem nú er hafin mun einnig ná til Lindex Kids, meðal annars með stækkun í barna- og unglingadeild þar sem aukið verður aðgengi að þessum vinsælu deildum.   Hin vinsæla MOM lína fyrir verðandi mæður mun einnig fá veglegri sess í nýrri og endurbættri verslun Lindex Kids í Kringlunni.  Mátunarklefum og afgreiðslukössum verður fjölgað til þess að gera þjónustu, aðgengi og upplifun viðskiptavina enn betri.

 

"Við óskum Lindex til hamingju með stækkunina í Kringlunni og hlökkum til aukins samstarfs við þau í vinsælustu verslunarmiðstöð landsins"- segir Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita.