30 daga skilaréttur

Lindex opnar stærri og enn betri verslun í Smáralind

Í dag opnar Lindex stærri og enn betri verslun þar sem í fyrsta sinn á Íslandi er nú hægt að bjóða heildarvörulínu Lindex og þar með auka þjónustu viðskiptavina enn frekar. 

 

Aukin vörubreidd í öllum deildum

Með stækkuninni eykst vörubreidd í dömudeild, meðal annars með innleiðingu á GENEROUS-línunni sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu.  GENEROUS línan innifelur hagkvæman kventískufatnað í stærðunum 46-54.  Auk þessa verða aðrar tískulínur eins og Holly & Whyte gert hærra undir höfði.

 

Hin geysivinsæla undirfatadeild Lindex tvöfaldast að stærð og bætt er við CORE línunni, sem hönnuð er til að móta fallega lögun líkamans og veita stuðning án þess að saumar eða samskeyti séu sjáanleg.

Nightwear er einstaklega þægileg og létt náttfatalína sem er m.a. unnin úr lífrænni bómull.

 

Í barna- og unglingadeild verður aukin vörubreidd og úrval í öllum stærðum þar sem ungbarna-, barna og unglingadeildum eru gerð skil með stærri og enn betri barnaverslun.

 

Mátunarklefum og afgreiðslukössum hefur verið fjölgað til þess að gera þjónustu, aðgengi og upplifun enn betri.

 

Lindex hluti af vísitölu neysluverðs Hagstofunnar

Af þessu tilefni er ánægjulegt að geta þess að Lindex á Íslandi verður framvegis hluti af verðsöfnun neysluvísitölu Hagstofunnar (NVT).  Í þessu felst viðurkenning á því starfi sem Lindex hefur haft að meginmarkmiði sínu, að bjóða íslenskum heimilum tískufatnað með hagkvæmni að leiðarljósi.