30 daga skilaréttur

Lindex opnar kventískuvöruverslun Kringlunni í dag

-10% söluandvirðis dagsins gengur til styrktar Götusmiðjunni
Nú í fyrsta sinn býðst viðskiptavinum Kringlunnar tækifæri á að nálgast alla kventískuvörulínu Lindex í 320 fm. rými á horni við aðalgöngugötu Kringlunnar.  Sértæk verslun sem hýsa mun  kventískuvörulínu Lindex mun gera að verkum að öllum deildum Lindex verður nú í fyrsta sinn gerð skil í Kringlunni..  Heildarfermetrar sem Lindex starfar á í Kringlunni verða um 700 við þessa breytingu og hefur starfsmannafjöldi Lindex á Íslandi nú farið yfir 100 talsins.  Verslun Lindex opnar kl. 12:00 í dag.
Verslunarrýmið, sem mun geyma allar kventískulínur Lindex, Holly & Whyte, Contemporary, Everyday, Generous og hina einstöku Lindex Extended, hefur yfir að ráða framhlið og staðsetningu sem á sér vart hliðstæðu með yfir 160 m2 af gluggum sem snúa út í aðalgöngugötu Kringlunnar á 2. hæð.
Hönnun verslunarinnar mun geyma sérkenni sem ekki hafa sést áður í verslunum Lindex hér á landi með samblandi af skandínavískum einfaldleika í bland við liti og lýsingu sem miða að því að skapa tískuupplifun á heimsmælikvarða.
“Það er einstaklega ánægjulegt að opna sérstaklega glæsilega kventískuvöruverslun þar sem fram kemur metnaður okkar í að bjóða viðskiptavinum okkar uppá tískuupplifun á heimsmælikvarða.  Við leggjum mikla áherslu á að verð, gæði og vöruúrval sé sambærilegt og erlendis auk þess sem við erum stöðugt að kynna nýjar og spennandi línur sem veita viðskiptavinum okkar innblástur“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.
Hér má finna frekari myndir úr tískusýningu Lindex sem var nú á dögunum:
Myndir úr línu Jean Paul Gaultier:
Myndband frá sýningu Lindex:
10% af söluandvirði dagsins gengur til baráttu Götusmiðjunnar fyrir bættum aðbúnaði unglinga og sinna leitarstarfi á götunni, neyðarathvarfi og meðferðarheimili fyrir ungt fólk undir 20 ára í fíkniefna- og afbrotatengdum lífstíl.