Ókeypis sending ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira

Lindex opnar glæsilega 330 m² verslun í Krossmóa Reykjanesbæ

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja glæsilega 330 fermetra verslun í Krossmóa, Reykjanesbæ þann 12. ágúst nk. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Urtusteins fasteignafélags og forráðamanna Lindex.  Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði.  Gera má ráð fyrir að um 6-8 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina í Krossmóa.

Verslunin, sem staðsett er í aðalgangi verslunarmiðstöðvarinnar, mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex.  Í fyrirtækinu starfa um 40 hönnuðir sem hafa verið í samstarfi við þekkta hönnuði á borð við  Missoni og Jean Paul Gaultier auk þess sem stjörnurnar Gwyneth Paltrow, Penelope Cruz og Kate Hudson hafa unnið með fyrirtækinu við vorlínur undanfarinna ára.

 „Þetta er frábært næsta skref fyrir okkur en við opnuðum Lindex í Smáralind árið 2011, í Kringlunni árið 2013 og á Glerártorgi 2014.  Við teljum það vera einstaklega jákvætt að geta nú komið á Suðurnesin þar sem er mikill uppgangur og öflugt samfélag.  Við erum þakklát fyrir hversu vel hefur tekist til með staðsetningu og hlökkum mikið til að bjóða okkar viðskiptavinum á Suðurnesjum upp á tískuupplifun á heimsmælikvarðasegirLóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi

Lindex leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir því hvernig varan er framleidd þ.e. umhverfinu og manneskjunni sem framleiðir vöruna sem endurspeglast í stöðugt auknu framboði vara framleiddum úr lífrænni bómull. Fyrirtækið hefur einsett sér að 80% af framleiðslunni verði framleitt með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti fyrir árið 2020.  Í haust kynnti einnig Lindex möguleika til að endurnýta fatnað með því að skila til verslunarinnar og verða umbunað með inneign.  Að auki má geta í þessu samhengi að Lindex á Íslandi hefur verið stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Íslands og Unicef á Íslandi. 

”Við erum mjög ánægðir með þennan samning og teljum að það felist í því mikil viðurkenning fyrir Krossmóa að Lindex velji það fyrir sína næstu verslun.  Verslunarmiðstöðin Krossmói er afar vel staðsett og þar á verslun án vafa eftir að aukast enn frekar á komandi misserum”, segir Skúli Skúlason, frkv.stj. Urtusteins fasteignafélags. 

Þess ber að geta að nýja verslunin verður byggð upp með nýrri innréttingahönnun Lindex sem leit dagsins ljós fyrst við opnun í London.  Hönnunin byggir á björtu yfirbragði,  ókum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar  sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð.  Verslunin mun því veita viðskiptavinum innblástur og einstaklega hlýlegar móttökur sem á sér ekki hliðstæðu.

Verslunarmiðstöðin Krossmói var byggð árið 2008 og fjölþætt þjónusta er í húsinu sem hýsir m.a. verslun Nettó, Lyfju apótek og ÁTVR á Suðurnesjum.  Húsið er um 10.000 m² og staðsett er í hjarta bæjarins.