30 daga skilaréttur

Lindex kids opnar í Kringlunni í dag kl. 12:00!

Lindex kids opnar í Kringlunni í dag þar sem í fyrsta sinn á Íslandi verður boðið upp á sérhæfða Lindex verslun með barnafatnað.  Með þessari viðbót verður þjónusta við viðskiptavini aukin enn frekar og gestum Kringlunnar gefið tækifæri á að kynnast margverðlaunaðri barnafatalínu Lindex.  Verslunin, sem er rúmlega 230m2 að stærð er staðsett í suðurhluta Kringlunnar við hlið Íslandsbanka.

 

Verslunin í Kringlunni

 

Verslunin eftir breytingar telur rúmlega 230 fm. en auk þess kemur til um 100 fm. lager í Kringlunni-samtals því um 340 fm. Verslunin er staðsett við hlið Íslandsbanka í sama gangi og Bónus, Eymundsson o.fl.

 

Tugir aðila hafa komið að uppbyggingu verslunarinnar sem hefur farið í gegnum algjöra umbyltingu með breytingu á innréttingum, lagnakerfi, loftakerfi, lýsingu, innra skipulagi, gluggum og fleiru til þess að skapa einstaka tískuupplifun miðað að börnum og unglingum, stórum sem smáum.

Hönnun verslunarinnar fylgir skandinavískum straumum í bland við líflega sterka liti sem rammar inn heim Lindex barna- og unglingafatnaðar.

 

Hin sérhæfða Lindex kids verslun telur 3 deildir sem eru ungbarnadeild (stærðir 44-86), barnadeild (stærðir 86-122) og unglingadeild (stærðir 128-170) þar sem hæst ber einstök hönnun Camilla Lundsten, Moomin línuna og FIX sem framleitt er að miklu leyti með Sustainable Choice aðferðinni.

3 fyrir 2 tryggir hagkvæmni í hvert sinn sem leiðin er lögð í verslun Lindex en um 15 manns hafa verið ráðnir til að tryggja persónulega og hlýlega þjónustu.

 

Opnunin

 • Opnar kl. 12:00
 • Skoppa og Skrítla kíkja í heimsókn kl. 14:30 og bregða á leik
 • Ingó kemur með töfragítarinn kl. 16:00
 • Börnin fá blöðrur úr hendi þekktra persóna úr sænskum barnasögum
 • 10% af söluandvirði opnunar gengur til Styrktarfélagsins Líf
 • Gjafakort gefið gestum Kringlunnar
 • Létt snarl fyrir gesti og gangandi, stóra sem smáa

 

“Það verður ótrúlega gaman að opna sérstaka barnafataverslun en barnafötin frá Lindex eru einstaklega falleg og stór hluti þeirra er framleiddur úr lífrænni bómull.  Við leggjum mikla áherslu á að bæði verð, gæði og vöruúrval sé sambærilegt og erlendis auk þess sem við erum stöðugt að kynna nýjar og spennandi línur sem veita viðskiptavinum okkar innblástur“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

 

Nokkrar lykilstaðreyndir um Lindex:

 • Lindex býður upp á kventískufatnað, nærfatnað og barnafatnað
 • Lindex starfrækir yfir 460 verslanir í 16 löndum og verslanir á netinu í öllum ESB löndum
 • Verslanir Lindex eru í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi, Baltnesku löndunum, Tékklandi, Slóvakíu, Bosníu Herzegóvínu, Póllandi og  Mið Austurlöndum auk þess sem boðið er vörur Lindex til 27 ESB landa í gegnum lindex.com
 • Hjá fyrirtækinu starfa um 5.000 manns
 • Aðalskrifstofur Lindex eru í Gautaborg i Svíþjóð
 • Lindex tilheyrir Stockmann Group sem er aðili að finnsku kauphöllinni
 • Frekari upplýsingar má finna á lindex.com
 • Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini