30 daga skilaréttur

Lindex hefur sölu á eigin snyrtivörulínu

-öll línan framleidd með umhverfisvænum hætti
Það er með mikilli ánægju að Lindex á Íslandi eykur til muna vöruúrval sitt með því að bjóða eigin snyrtivörulínu - Lindex Beauty.  Línan samanstendur af fallegum og hagkvæmum snyrti- og húðvörum til að fullkomna útlitið!
”Lindex Beauty er eðlileg framlenging á vöruúrvali Lindex sem beinist að konum sem hafa áhuga á tísku.  Viðskiptavinum okkar er umhugað um útlit sitt og sú umhyggja nær til umhirðu um líkama og andlit. Snyrtivörur setja lokapunktinn á hvaða kvöld- eða hversdagsklæðnað sem er.  Ég er virkilega stolt af úrvali lita ásamt gæðunum sem einkenna vörur okkar” –segir Inger Lundqvist, hönnunar- og innkaupastjóri fyrir Lindex Beauty.
Snyrtivörulínan inniheldur maskara, augnblýanta, augnskugga, farða, púður, hyljara, kinnaliti, naglalakk, varaliti og varagloss.
Húðvörulínan er umhverfisvænn kostur merkt með Svaninum (s. ”Svanen”).  Svanurinn leggur áherslu á að framleiðsla og innihald varanna uppfylli ströngustu kröfur m.t.t. efnisinnihalds, vatnsnotkunar, orkunýtingu og sóunar.  Línan inniheldur sturtusápu, húðkrem, skrúbb, húðnæringu (e. ”body butter”), handsápu, handáburð og allt framleitt með umhverfisvænum hætti.
Til að fullkomna heildarmyndina mun Lindex Beauty línan einnig innihalda ýmis áhöld eins og bursta, plokkara, farðahreinsir og bómullarpúða.
Öll Lindex Beauty línan er framleidd eftir ströngustu skilyrðum reglna ESB, eru ofnæmisprófaðar og ekki prófaðar á dýrum.