30 daga skilaréttur

Jean Paul Gaultier hannar einstaka línu fyrir Lindex

Lindex heldur upp á 60 ára afmæli sitt með pompi og prakt með því að fá til liðs við sig eitt af stærstu og djörfustu nöfnum í tískuheiminum - Jean Paul Gaultier.
“Þetta er frábær og skemmtileg upplifun að skapa línu sem túlkar hvernig ég sé Lindex en á sama tíma að taka þátt í baráttunni gegn brjóstakrabbameini.  Ég hef trú á að við höfum fundið glæsilegt sambland þeirra þátta sem eru allt í senn djörf, flott og sterk lína sem einkennir hvað Lindex konan er” – segir Jean Paul Gaultier.
Lindex verður 60 ára í ár og er í vændum mikil hátíð sem vísar í fortíð, nútíð og framtíð Lindex vörumerkisins.  Lindex mun bjóða vinum, samstarfsaðilum, starfsmönnum og viðskiptavinum að taka þátt í hátíðinni þar sem hönnunarsamstarfið með Jean Paul Gaultier spilar stórt hlutverk.
“Það er mikill heiður fyrir okkur að vinna með slíkri táknmynd tískuheimsins í samhengi við 60 ára afmælishátíðahöldin.  Jean Paul Gaultier stendur fyrir kraft og sjálfsöryggi sem endurspeglast í Lindex vörumerkinu og það er í þá átt sem við stefnum” – segir Nina Starck, yfirmaður í hönnunar- og innkaupadeild Lindex.
Jean Paul Gaultier línan samanstendur af kventískufatnaði, barnafatnaði, fylgihlutum og undirfatnaði.  Línan verður fáanleg í útvöldum verslunum Lindex þann 8. október og  mun 10% af söluandvirði ganga til rannsókna og baráttu Krabbameinsfélags Íslands gegn brjóstakrabbameini.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Jean Paul Gaultier í Paris við vinnu á línunni fyrir Lindex.