30 daga skilaréttur

Gwyneth Paltrow er fyrirsæta Lindex í nýju vorlínunni

Fyrirsæta fyrir nýja vorlínu Lindex er engin önnur en hæfileikaríka leikkonan og tískutáknið Gwyneth Paltrow

Innblástur fyrir hina nýju vorlínu Lindex ”Modern Preppy” er sóttur í sportlegan og afslappaðan lífsstíl austurstrandar Ameríku, Long Island og Hampton, sem mætir áhrifum frá Skandinavíu. Samsetningin skapar ferskt og nútímanlegt yfirbragð.

-Það er hreint út sagt frábært að Gwyneth Paltrow kemur fram fyrir okkar nýju vorlínu. Hún er tískufyrirmynd og þar að auki einkennandi fyrir hugtakið ”Modern Preppy” sem gerir hana fullkomna fyrir þetta hlutverk. Hún er einnig persónugervingur fyrir Lindex vörumerkið þar sem hún er jákvæð, hlý og orkumikil. Við erum himinlifandi.” segir Johan Hallin, forstjóri markaðssviðs hjá Lindex.

Þegar Gwyneth er ekki í kvöldklæðnaði á rauða dreglinum eru það sígildur og flottur klæðnaður sem gildir. Valið um að fá hana sem fyrirsætu fyrir þessa herferð var létt þar sem hún er nánast samheiti fyrir ”Modern Preppy” stílinn.

”Mér finnst þessi föt æðisleg! Ég vil ekki koma fram fyrir vörumerki sem ég myndi ekki sjálf klæðast í. Ég elska peysuna og stuttbuxurnar sem ég var mynduð í sem og buxurnar og jakkann-þetta eru föt sem ég er í daglega. Ég elska einnig rendur, sem eru í uppáhaldi hjá mér” segir Gwyneth Paltrow um línuna.

Línan sem Gwyneth Paltrow kynnir er ein af stóru tískufréttum Lindex og verður best lýst í orðunum ”Modern Preppy”. Lykilhlutir eins og blazerjakki, oxfordskyrtur, chinos-buxur og kaðlaprjónaðar peysur eru fullkomnaðir með pallíettum, gullhnöppum og óvæntum litasamsetningum. Klassískum litum er blandað saman við nýja, sterka vorliti eins og appelsínugulum og grasgrænum. Aðalmynstrin eru röndótt, köflótt og doppótt. Hugað hefur verið að minnstu smáatriðunum í hverri flík, jafnvel í fóðrinu sem undirstrikar lúxus tilfinningu klæðanna. Útlitið er fullkomnað með aukahlutum eins og stórum handtöskum, sandölum og skartgripum til að ná fram stíl sem veitir innblástur.

”Holly&Whyte línan sameinar bæði klassísk tískuklæði með nýjum innblæstri sem samsett er þannig að auðvelt er að setja saman sitt eigið persónulega útlit. Hönnunar- og innkaupateymi Lindex hefur sett saman fullkomna línu af þægilegum, klassískum fatnaði sem veitir tískuinnblástur fyrir vorið. Við höfum einnig bætt við snertu af skemmtun og glamúr sem gerir línuna hentuga fyrir hversdagstækifæri sem og veislur” segir Lea Rytz Goldman, forstjóri hönnunar & innkaupasviðs Lindex.

Línan mun verða fáanleg í verslun Lindex, Smáralind 21. mars.