Ókeypis sending ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira

Ashley Graham & Candice Huffine, fyrirsætur í stærri stærðum, eru andlit haustherferðar Lindex

Í haust hefur Lindex bætt stærri stærðum inní allar tískulínur í dömudeild fyrirtækisins um leið og sérstök Generous deild er lögð af.  Haust/vetrarlína fyrirtækisins er af þessu tilefni kynnt af fyrirsætunum Ashley Graham og Candice Huffin.

 

“Við viljum að allar konur finni sig innan okkar heildarvörulínu.  Þessi breyting mun gera öllum okkar viðskiptavinum mögulegt að sækja innblástur í tískulínurnar auk þess að vera aðgengilegri fyrir fleiri viðskiptavini.  Við höfum þegar fengið jákvæð viðbrögð við þessari breytingu sem sýnir okkur að þessari viðleitni okkar er vel tekið.”-segir Annika Hedin, yfirhönnuður hjá Lindex.

Fall Fashion Heroes herferðin snýst um 5 “hetjur” fataskáparins: “gyðju” erma peysan, útvíða erma peysan með víðu hálsmáli, prjónakjóllinn, þröngu stuttu buxurnar og einkennandi gallabuxurnar.  Litapallettan fer frá vínrauðum og appelsínugulum yfir í mjúka bleika tóna.

“Mér finnst það frábært að Lindex sé að bæta stærri stærðum inn í vöruúrval sitt.  Þetta voru ótrúlega kraftmiklar tökur vegna fjölbreytileika þeirra kvenna sem voru valdar til að kynna herferðina: það var rosa “girl power” í gangi í settinu.”-sagði Ashley Graham, um tökurnar fyrir línuna.

Til viðbótar við Graham og Huffine munu ofurfyrirsæturnar Alek Wek, Toni Garrn og Cora Emmanuel koma fram fyrir herferðina.